Félagsþjónusta
Markmið félagsþjónustu sveitarfélaga er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.
Það er gert m.a. með því að bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti og tryggja þroskavænleg uppeldisskilyrði barna og ungmenna
Aðstoð er veitt til þess að íbúar geti búið sem lengst í heimahúsum, stundað atvinnu og lifað sem eðlilegastu lífi. Félagsþjónustan grípur til aðgerða til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál. Í allri framkvæmd félagsþjónustunnar er áhersla lögð á að hvetja einstaklinga til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt þeirra og styrkja til sjálfshjálpar.
Verkefni félagsþjónustu eru fjölþætt og ná til ýmsra þátta s.s. barnaverndar, málefna fatlaðs fólks, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, forvarna, húsnæðismála, sérstaks húsnæðisstuðings, málefni jafnréttismála og málefna fólks með annað ríkisfang.
Félagsþjónustan starfar í umboði fjölskyldu- og tómstundaráðs sem jafnframt sinnir hlutverki barnaverndarnefndar, verkefnum íþrótta- og tómstundamála og jafnréttisnefndar. Helstu verkefni félagsþjónustunnar byggja á:
Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
Lög um húsnæðismál nr. 44/1998
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
Lög um málefna aldraðra nr. 125/1999
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Starfsfólk:
-
Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs. jonp@vestmannaeyjar.is
-
Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi. silja@vestmannaeyjar.is
-
Lára Dögg Konráðsdóttir félagsráðgjafi. lara@vestmannaeyjar.is
-
Margrét Rós Ingólfsdóttir ráðgjafi. margret@vestmannaeyjar.is
-
Lísa M. Þorvaldsdóttir ráðgjafi. lisam@vestmannaeyjar.is
- Arnþrúður Dís Guðmundsdóttir ráðgjafi, adda@vestmannaeyjar.is
-
Björg Ólöf Bragadóttir umsjónarþroskaþjálfi. bjorg@vestmannaeyjar.is
Sameiningleg netföng sérfræðinga innan félagsþjónustu og barnaverndar eru felags@vestmannaeyjar.is og barnavernd@vestmannaeyjar.is. Velkomið er að senda fyrirspurnir á þessi netföng t.d. ef erindinu er ekki beint til einstakra starfsmanna.
Hlutverk og verkefni félagsþjónustu:
-
Annast verkefni laga um félagsþjónustu s.s. félagslega ráðgjöf, stuðningsmálum og fjárhagsaðstoð.
-
Félagsþjónustan fer með hlutverk barnaverndar í umboði barnaverndarnefndar.
-
Hefur umsjón og eftirlit með húsnæðismálum, sértækum húsnæðisstuðningi og leigu á félagslegu húsnæði.
-
Sinnir hlutverki jafnréttismál.
-
Sinnir forvörnum.
Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi hefur faglega umsjón með verkefnum félagsþjónstu (fyrir utan málefni fatlaðs fólks og aldraðra) og barnaverndar fjölskyldu- og fræðslusviðs í umboði framkvæmdastjóra sviðs.