Félagsleg ráðgjöf
Markmið félagslegrar ráðgjafar er m.a. að vinna að lausn félagslegra og persónulegra erfiðleika sem og veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi.
Félagsleg ráðgjöf er veitt samhliða fjárhagslegri aðstoð og getur falið í sér ráðgjöf vegna fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, ættleiðingarmála, veikinda, atvinnuleysis, samskiptaerfiðleika í fjölskyldu, áfengis-og vímuefnavanda o.fl.
Hægt er að sækja um félagslega ráðgjöf á skrifstofu félagsþjónustu Kirkjuvegi 23. Skrifstofan er opin frá 8 – 15 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 488 2000 . Netfang: felags@vestmannaeyjar.is.