Framkvæmda- og hafnarráð

Framkvæmda og hafnarráð skipa eftirtaldir aðilar: 

Aðalmenn:

  • Erlingur Guðbjörnsson, formaður (E)
  • Arnar Richardsson (H)
  • Rannveig Ísfjörð (H)
  • Sæunn Magnúsdóttir, varaformaður (D)
  • Hannes Kristinn Sigurðsson (D)

Varamenn:

  • Sveinn Rúnar Valgeirsson (H)
  • Kristín Hartmannsdóttir (H)
  • Sigurður Símonarsson (E)
  • Ragnheiður Sveinþórsdóttir (D)
  • Ríkharður Zoega Stefánsson (D)
 

Póstfang Framkvæmda og hafnarráðs: framkvaemda_og_hafnarrad@vestmannaeyjar.is

Framvæmdastjóri sviðsins er: Brynjar Ólafsson brynjar@vestmannaeyjar.is
 

Framkvæmda- og hafnarráð fer með yfirumsjón með öllum verklegum framkvæmdum sem bæjarstjórn ákveður, s.s. undirbúning þeirra, útboð, eftirlit og ákvarðanatöku sem þeim tengjast. Þá fer ráðið með umsjón með fasteignum-, fráveitu-malbikunarstöð-, grjótnámi- og sorpeyðingu bæjarins. Ráðið fer með stjórn Vestmannaeyjahafnar og starfar samkvæmt ákvæðum hafnarlaga nr. 61/2003 og hafnarreglugerð fyrir Vestmannaeyjahöfn nr. 671/2005. Ráðið fer jafnframt með ábyrgð á rekstri og starfsemi ÞjónustumiðstöðvarSlökkviliðsins og sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyjabæjar.

Framkvæmda- og hafnarráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um afgreiðslu einstakra mála sem það fær til meðferðar. Heimilt er að fela ráðinu fullnaðarafgreiðslu mála sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans og lög mæla ekki á annan veg, sbr. 51. og 52. gr. Ráðið ákveður skiptingu og ráðstöfun fjár sem ætlað er til einstakra málaflokka þess.

Ef mál sem framkvæmda- og hafnarráð hefur heimild til að afgreiða eru samhljóða samþykkt í ráðinu hefur bæjarstjóri heimild til að láta framkvæma þau. Ef mótatkvæði kemur fram í ráðinu við afgreiðslu máls bíður frekari vinnsla þess afgreiðslu bæjarstjórnar.”

Framkvæmda- og hafnarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni til tvisvar í mánuði. Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri,  formaður ráðsins eða a.m.k. þrír ráðsmenn óska þess.

Framkvæmda- og hafnarráð. Fimm aðalmenn og fimm til vara.

Póstfang Framkvæmda- og hafnarráðs: framkvaemdaoghafnarrad(hja)vestmannaeyjar.is


Leit í fundargerðum