Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. - 19
Fundargerð
Fundur nr. 19 í stjórn Herjólfs ohf. haldinn þriðjudaginn 30. apríl 2019, kl. 12:45 (símafundur).
Mættir eru: Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður(LB), Grímur Gíslason (GG), Arndís Bára Ingimarsdóttir (ABI), Páll Guðmundsson (PG), Birna Þórsdóttir (BÞ) og Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins (GEJ). Til símafundar var boðað með tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram um boðunina.
Trúnaðarfundargerð
LB upplýsir um að samningi milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar hafi ekki verið rift og skipið sé ekki komið í söluferli. Bankaábyrgð skipasmíðastöðvarinnar, sem rennur út á föstudaginn nk., hafi hins vegar ekki verið framlengt, og því hafi Vegagerðin innkallað ábyrgðina. Líklega verði bankaábyrgðin þó framlengd næstu daga. LB upplýsir einnig að viðræður milli Vegagerðarinna og skipasmíðastöðvarinnar séu á viðkvæmu stigi.
GEJ upplýsir um að öllum líkindum hefjist siglingar í Landeyjahöfn á fimmtudaginn nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10
Fundargerð ritaði ABI, ritari stjórnar.