Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. - 18
FUNDARGERÐ
Fundur nr. 18 í stjórn Herjólfs ohf. haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2019, kl. 15:00.
Mættir eru: Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður(LB), Grímur Gíslason (GG), Arndís Bára Ingimarsdóttir (ABI), Páll Guðmundsson (PG), Birna Þórsdóttir (BÞ) og Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins (GEJ).
Til fundarins var boðað með tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram um boðunina.
LB og ABI eru í síma.
Dagskrá fundarins:
1. Staðan á opnun Landeyjahafnar og afhendingu skipsins.
LB upplýsir um fund með Vegagerðinni vegna afhendingu skipsins. Samningaviðræður milli Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins er á viðkvæmu stigi.
LB og GG upplýsa einnig um að með hliðsjóna af verkáætlun við dýpkun og veðurspá sé stefnt að því að Landeyjahöfn opni eftir helgi.
2. Undirbúningur fyrir siglingar í Landeyjahöfn og siglingaáætlun.
GEJ upplýsir að samkvæmt siglingaáætlun sé stefnt að því að sigla 7 ferðir á dag í Landeyjahöfn og undirbúningur fyrir siglingar standi yfir en stærsta áskorunin verði að ná að lesta og losa skipið á milli ferða. GEJ telur að það muni ganga upp þar sem verið er að fínpússa verkferla við lestun og losun á frakt sem hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.
3. Önnur mál.
3.1 Gjaldskrá fyrir fragt:
Rætt um gjaldskrá fyrir fragtflutninga og reglur um slíka flutninga.
GEJ falið að vinna reglur um fragtflutninga fyrir félagið.
GEJ leggur fram eftirfarandi tillögu um gjaldskrá fyrir fragt:
Þorlákshöfn | Landeyjahöfn | ||||||
Rútur pr. meter breidd undir 255/án vsk. | 3.531 | 1.434 | |||||
Rútur pr. meter breidd yfir 255 | 4.601 | 1.862 | |||||
Flutningabílar/vagnar/tæki breidd undir 255 m/vsk. | 3.531 | 1.434 | |||||
Flutningabílar/vagnar/tæki breidd yfir 255 m/vsk. | 4.601 | 1.862 | |||||
Færsla úr/í skip | 1.776 | 1.862 |
Afgreiðsla: Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:13
Fundargerð ritaði ABI, ritari stjórnar.