Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. - 1
Stjórnarfundur í Herjólfi ohf.
1.fundur haldinn í fundarsal Hótels Vestmannaeyja,
19. maí 2018 og hófst hann kl. 21.00
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson.
Fundinn sátu:
Grímur Gíslason, Arndís Bára Ingimarsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson (í síma) og Páll Guðmundsson (í síma).
1. Stjórn skiptir með sér verkum.
Arndís Bára Ingimarsdóttir stakk upp á Grími Gíslasyni sem formanni og var það samþykkt samróma með öllum greiddum atkvæðum.
Grímur tók við stjórn fundar.
2. Ráðning framkvæmdastjóra.
Stjórn ræddi ráðningu framkvæmdastjóra. Samþykkt að fela formanni stjórnar í samráði við settann famkvæmdastjóra að ganga frá auglýsingu þar að lútandi.
3. Ráðning vélstjóra.
Stjórn ræddi ráðningu vélstjóra en fyrir liggur að senda þarf vélstjóra í þjálfun til Póllands sem allra fyrst og eigi síðar en í júní. Samþykkt að fela formanni stjórnar í samráði við settann framkvæmdastjóra að ganga frá auglýsingu þar að lútandi.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 21.30.