Stjórn Náttúrustofu Suðurlands-

11.02.2021

Náttúrustofa Suðurlands

 

Fundargerð

 Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 11. febrúar 2021 kl. 12.00

 Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

 Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður, Halla Svavarsdóttir og Viktor Ragnarsson.

 Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

 

 

  1. Mál Styrkur Rannís úr Nýsköpunarsjóði námsmanna.

 

Forstöðumaður NS leggur til að sótt verði um styrk fyrir tvo nema í þrjá mánuði næsta sumar vegna sæsvölurannsókna í Vestmannaeyjum.

 

Niðurstaða

Stjórn NS felur forstöðumanni að sækja um styrk fyrir tvo nema. Ef styrkur verður veittur samþykkir stjórn NS jafnframt að leggja til mótframlag 150.000 kr. á hvern nema í þrjá mánuði.

2. Mál Beiðni um kaup á hitasjónauka.

 

Forstöðumaður óskar eftir að fá að kaupa hitasjónauka. Þrjú tilboð bárust.

 

Niðurstaða

Stjórn NS samþykkir kaup á hitasjónauka að verðmæti 416.000 kr. m/vsk.

3. Mál Þóknun stjórnar.

 

Þóknun til stjórnar NS hefur ekki verið greidd undanfarin ár. Mikilvægt er að samræma þóknun til nefnda, ráða og stjórnar á vegum Vestmannaeyjabæjar, þannig að jafnræðis sé gætt.

 

Niðurstaða

Þóknun til stjórnar NS skal vera í samræmi við nefndarlaun annarra nefnda og ráða á vegum Vestmannaeyjabæjar.

 

Fulltrúi sjálfstæðisflokks tekur ekki afstöðu til málsins.

 

Fundi slitið kl. 12.50