Stjórn Náttúrustofu Suðurlands-

22.03.2022

Náttúrustofa Suðurlands

 Fundargerð

 

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 22. mars 2022 kl. 11.30

 

Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

 

Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður og Halla Svavarsdóttir, Viktor Ragnarsson og Erpur Snær Hansen forstöðumaður NS.

 

Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

 

 

  1. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um framlengingu á ráðningasamningi við starfsmann í tímabundnu starfi.

 

Tekið að nýju frestað erindi um beiðni frá forstöðumanni NS um framlengingu á ráðningasamningi við starfsmann í tímabundnu starfi. Á fundi stjórnar í febrúar sl. fóru stjórn og forstöðumaður NS yfir þörfina fyrir starfið og hvaða fyrirkomulag væri hentugast fyrir starfsemina. Formanni og forstöðumanni NS var falið að skoða vissa þætti áður en ákvörðun yrði tekin. Í framhaldi var starfið auglýst þar sem um er að ræða ótímabundið starf í 50% stöðu. Umsóknarfrestur rann út 17. mars sl.

 

Niðurstaða 

Forstöðumaður NS upplýsti stjórn um að fimm umsóknir hafi borist. Formanni og forstöðumanni NS er falið að ræða við umsækjendur. Stefnt er að því að viðkomandi geti hafið störf 1. maí.

 

  1. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um kaup á GoPro video og fylgihlutum.

Forstöðumaður NS óskar eftir að fá að kaupa myndavél og fylgihluti til að geta fylgst með atferli lunda með dægurrita. Kanna þannig hvort hægt sé að nota dægurritana til þess að mæla fjölda heimsókna í holur þ.e. til að mæla fæðugjafatíðni.

 

Niðurstaða

Stjórn NS samþykkir kaup á búnaði að fjárhæð 150 þúsund án vsk.

 

  1. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um kaup á „Basecamp“ tjaldi fyrir Elliðaey.

 

Forstöðumaður NS óskar eftir að fá að kaupa tjald til þess að bæta vinnuaðstöðu þegar veiðihúsið í Elliðaey er ekki laust til afnota.

 

Niðurstaða

Stjórn NS samþykkir kaup á tjaldi að fjárhæð 2.000 USD.

 

  1. Mál Ráðning sumarstarfsmanns.

 

Forstöðumaður fór yfir verkefni sem var áhersluverkefni síðasta sumars þ.e. sæsvöluverkefnið og telur mikilvægt að halda áfram með það verkefni og ráða inn sumarstarfsmann til að ná að sinna því verkefni áfram.

 

Niðurstaða

Stjórn NS samþykkir að ráða sumarstarfsmann í þrjá mánuði og felur forstöðumanni framgang málsins.

 

 

 

Fundi slitið kl. 12.40

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bls. 13-14