Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

16.10.2017

Náttúrustofa Suðurlands
Fundargerð
Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS- 16. ágúst 2017, kl. 13.00
Fundurinn er haldinn fundarsal á 3ju hæð í húsnæði Þekkingarseturs Vm. Strandvegi 50 Vm.
Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS) og Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) Á fundinn mættu einnig, Ingvar Atli Sigurðsson, (IAS) forstöðumaður NS og Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV.

1. Mál. Fundargerð síðasta fundar undirrituð af öllum fundarmönnum.

2. Mál. Rekstrarstaða NS fyrstu 6. mánuði ársins.
Rekstrartölur fyrstu 6-7 mánuði ársins lágu fyrir. Rekstur stofunnar fyrstu 6-7 mánuðina er í járnum.

3. Mál. Niðurstöður úr Lundaralli sumarið 2017
Ingvar Atli forstöðumaður NS fór yfir niðurstöður í Lundaralli sumarið 2017.
Fram kom í máli Ingvars að varpárangur í Vestmannaeyjum er svipaður og undanfarin ár. Allt bendir til þess að um 55% para hafi orpið og varpárangur þeirra verði 73% sem gerir að um 40% lundapara koma upp ungum við Vestmannaeyjar á þessu sumri.

4. Mál. Fyrirliggjandi verkefnastaða það sem eftir lifir ári.
Ekki liggja fyrir nein ný verkefni umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Úrvinnsla gagna úr Lundaralli er hafinn og stendur hún fram eftir hausti.


Fundi slitið kl. 14:05