Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

03.04.2017

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS- 03. apríl 2017, kl. 13.00

Fundurinn er haldinn fundarsal á 3ju hæð í húsnæði Þekkingarseturs Vm. Strandvegi 50 Vm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS) og Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) Á fundinn mættu einnig, Ingvar Atli Sigurðsson, (IAS) forstöðumaður NS og Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV.

Fundargerð ritaði:

1. mál. Fundargerð síðasta fundar undirrituð af öllum fundarmönnum.2. mál. Fjárhagsstaða NS.

Farið var yfir fjárhagsstöðu stofunnar frá áramótum. Reksturinn stefnir í rekstrarhalla nema til komi auknar tekjur vegna aukinna verkefna. Farið yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun vegna Lundaverkefnis sumarsins sem er um 12 milljónir kr. og þar af eru styrkir að upphæð 5 milljónir kr. Framlag NS í verkefninu er 7 milljónir sem er að mestu leyti vinnuframlag starfsmanns NS við verkefnið.

Á fjárlögum ársins 2017 var framlag til stofunnar skert um 1,8 millj. sem leiðir líka af sér minna fjárframlag frá Vestmannaeyjabæ. Þetta þýðir lækkun um 2,3 millj. eins og áður hefur komið fram. Verður að bregðast við þessum niðurskurði ef ekki verður breyting til hækkunar á framlagi ríkisins.

3. mál. Fyrirliggjandi verkefnastaða NS sumar 2017

Rætt um Lundarannsókn sumarsins. Áður en lagt verður af stað í rannsóknina þarf að liggja fyrir kostnaðaráætlun í samræmi við fyrirliggjandi styrk úr veiðikortasjóði vegna verkefnisins. Einnig þarf að liggja fyrir hvíldartímaálag og frítími starfsmanna sem ávinnst vegna yfirvinnu á verkefnatíma þannig að orlof safnist ekki upp í miklu mæli að ferð lokinni. Reiknað er með að fara af stað í fyrri hringinn þann 6. júní til 17. júní og síðari hringinn 17. júlí -26. Júlí.

Vöktun fyrir veðurstofu Íslands verður haldið áfram á Stórhöfða og er farið vikulega í það verkefni.

Stjórn hvetur starfsmenn til að vera áfram vakandi yfir því að nálgast önnur verkefni og styrki til verkefna ef einhverjir eru.


Fundi slitið kl. 13:55