Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

01.12.2016

Fundur í stjórn Náttúrustofu Suðurlands
Fimmtudagur 1. desember 2016 kl 16.00


Mætt voru Rut Haraldsdóttir, Georg Eiður Arnarson og Ingvar A. Sigurðsson
1. mál. Fjárhagsáætlun 2017
Farið var yfir fjárhagsáætlun ársins 2017 og lagt upp með að stofan verði hallalaus 2017. Vonast er til að sértekjur verði einhverjar á árinu vegna mögulegrar fjölgunar á verkefnum, sem myndi þá vænka hag stofunnar.
2. mál. Samstarf Þekkingarseturs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar um rekstur NS
Stjórn lýsir ánægju sinni yfir fyrirliggjandi þjónustu- og samstarfssamningi milli ÞSV og Vestmannaeyjabæjar sem samþykktur var í bæjarráði fyrr í dag og verður væntanlega staðfestur í bæjarstjórn síðdegis. Eins og áður hefur komið fram hjá stjórninni þá telur hún þetta samstarf vera til mikilla hagsbóta fyrir NS, bæði faglega og nýtingu fjármuna. Stjórn leggur áherslu á það að áfram verði tryggð tvö stöðugildi við stofuna.
3. Önnur mál
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun á fundi sínum síðar í dag kjósa nýja stjórn í NS og mun þetta vera síðasti fundur núverandi stjórnar. Stjórnarformaður þakkar meðstjórnendum og starfsmönnum samstarfið á síðustu árum.
Fundi slitið 17.10
Rut Haraldsdóttir
Georg Eiður Arnarson


Jafnlaunavottun Learncove