Stjórn Náttúrustofu Suðurlands-

22.02.2022

Náttúrustofa Suðurlands

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 22. febrúar 2022 kl. 11.30

Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður og Halla Svavarsdóttir, Viktor Ragnarsson og Erpur Snær Hansen forstöðumaður NS.

Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

  1. Rekstrartölur NS fyrir árið 2021 yfirfarnar.

Formaður fer yfir niðurstöðu í rekstrarreikningi ársins 2021.

Niðurstaða

Stjórnin þakkar upplýsingarnar og mun rýna tölurnar þegar ársreikningur liggur fyrir.

2. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um kaup á 30 dægurritum á sæsvölur.

Forstöðumaður NS óskar eftir að fá að kaupa 30 dægurrita á báðar sæsvölutegundirnar, sjósvölur og stormsvölur. Þeir eru hugsaðir til að kortleggja vetrarstöður og far tegundanna.

Niðurstaða

Stjórnin samþykkir kaup á búnaði að fjárhæð 3.480 GBP.

3. Mál Beiðni frá forstöðumanni NS um framlengingu á ráðningasamningi við starfsmann í tímabundnu starfi.

Erindi frá fundi 24. nóvember 2021 um beiðni frá forstöðumanni NS um framlengingu á ráðningasamningi við starfsmann í tímabundnu starfi var frestað og ákveðið að endurskoða eftir áramót. Stjórn og forstöðumaður NS ræddu þörfina fyrir starfið og hvaða fyrirkomulag væri hentugast fyrir starfsemina.

Niðurstaða

Formanni og forstöðumanni NS er falið að skoða vissa þætti áður en ákvörðun er tekin. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi stjórnar.

Fundi slitið kl. 12.00