Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

18.03.2021

Náttúrustofa Suðurlands

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 18. mars 2021 kl. 12.00

Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður, Halla Svavarsdóttir, Viktor Ragnarsson og Erpur Snær Hansen forstöðumaður NS.

Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

1. Mál Fjárhagsstaða 2020.

Formaður fór yfir tekjur og gjöld ársins 2020. Nánari yfirferð verður þegar ársreikningur er tilbúinn.

Niðurstaða

Stjórn NS þakkar yfirferðina.

2. Mál Fjárhagsáætlun 2021, uppfært þar sem tekið er tillit til aukafjárlaga ríkisins v/Covid 19.

Formaður fór yfir áætluð fjárframlög ríkis og sveitarfélags fyrir árið 2021. Aukafjárlög v/Covid 19 eru áætluð frá ríkinu að upphæð 6 milljónir kr. Einnig fór formaður yfir áætlaða kostnaðarliði. Forstöðumaður fór yfir sérstök verkefni sem ekki hefur verið hægt að sinna nægilega vel síðustu ár en ætti að vera mögulegt að sinna í ár vegna aukins fjármagns.

Niðurstaða

Stjórn NS felur formanni að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundi. Einnig felur stjórn forstöðumanni að kanna möguleika á að fá til vinnu sjálfboðaliða fyrir sumarið 2021. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

3. Mál Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um kjarasamningsgerð fh. sveitarfélags og NS.

Náttúrustofa Suðurlands fær ekki lengur greitt eftir kjarasamningum sveitarfélaga og er því lagt til að samningi við SÍS um kjarasamningsgerð verði sagt upp.

Niðurstaða

Stjórn NS veitir Sigurjóni Erni Lárussyni, fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar, umboð f.h. Náttúrustofu Suðurlands, til þess að segja upp samningsgerð SÍS fyrir náttúrufræðinga hjá stofunni, þar sem miðað er við kjarasamninga Samninganefndar ríkisins og FÍN.

Fundi slitið kl. 12.40