Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

19.05.2020

Náttúrustofa Suðurlands fundur haldinn 19.05. 2020 kl:17:00 í Setrinu.

Mættir eru Ólafur Lárusson, Viktor Ragnarsson og Halla Svavarsdóttir auk Erps Snæ Hansen.

 

1.mál: Farið var yfir tilboð í tryggingar fyrir Náttúrustofu Suðurlands. Ákveðið að ganga að tilboði Varðar í tryggingar fyrir Nátt Suður.

2.mál: Ákveðið að kaupa Landrover Explorer síma fyrir forstöðumann Nátt Suðr.

3.mál: Erpur ræðir um hugmyndir um vöktun Landeyjasands. Umhverfisstofnun hefur áhuga á samstarfi á slíkri strandvöktun.

4.mál: Væntanleg ferð hóps í merkingarleiðangur. Ákveðið að 6 sjálfboðaliðar fari í þá ferð, sem er upphaf Lundaralls ásamt forstöðumanni.

5.mál: Rætt um heimasíðu Nátt Suður. Verður reynt að koma henni í það horf eins og ákveðið var.

6.mál: Ýmis mál rædd. Ársskýrslur fyrir árin 2017 – 2018 og 2019.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 18:15

Fundargerð ritaði Ólafur Lárusson

sign Viktor Ragnarsson.

sign Halla Svavarsdóttir

sign Erpur S. Hansen