Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

30.12.2019

Náttúrustofa Suðurlands30.12.2019

Fundur haldinn í stjórn Náttúrustofu Suðurlands í Setrinu (Fiskiðunni) kl: 11:00 mættir voru

Ólafur Lárusson, Viktor Ragnarsson , Halla Svavarsdóttir auk starfsmanns Erps Snæ Hansen.

1.mál: Nýr ráðningarsamningur undirritaður af Stjórnarformanni og starfsmaður undirrituðu samninginn

Halla Svavarsdóttir bókaði: Undirrituð gerir athugasemd við lengd ráðningarsamningsins. Skynsamlegra hefði verið að gera fyrsta ráðningarsamning til 1 árs til reynslu líkt og undirrituð hefur bent á. Sérstaklega í ljósi þeirra vandamála sem NS hefur lent í. Vestmanneyjum 30.12. 2019

Halla Svavarsdóttir sign.

2.mál: Rætt um heimasíðu Náttúrustofu S. Erpi falið að leita tilboða í að færa síðuna yfir í World press..

3.mál: Umsókn til umhverfisráðuneytissins vegna lundarannsókna. Umsóknin hefur þegar verið send til ráðuneytissins.

4.mál: Erpur segir frá væntanlegri ferð til Færeyja. Norræna ráðherranefndin styrkir verkefnið. Pétur Steingrund er í forsvari fyrir ráðstefnunni eða vinnufundi. Faroe Marine Researds Institude.Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 12:15

Ólafur Lárusson, Viktor Ragnarsson og Halla Svavarsdóttir