Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

17.12.2014

Náttúrustofa Suðurlands. Fundargerð 17. desember 2014

Fundur haldinn í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 17. desember kl. 16.00

Mættir: Rut Haraldsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Georg Eiður Arnarson og Ingvar Atli Sigurðsson

1. mál. Ný stjórn skipti með sér verkum. Formaður Rut Haraldsdóttir, ritari Halla Svavarsdóttir og meðstjórnandi Georg Eiður Arnarson

2. mál. Fjárhagsáætlun lögð fram og rædd. Hún var samþykkt og er ánægjulegt að sjá að sértekjur aukast á árinu, m.a . vegna efnavöktunar og fyrirhugaðrar friðlýsingar

3. mál. Ingvar fór yfir helstu verkefni stofunnar og kynnti stöðu þeirra

4. mál. Ingvar sagði frá því að Erpur væri orðinn fulltrúi Íslands Í sjófuglahópi CAFF (Corservation of Arctic Fauna and Flora. Allur kostnaður vegna funda og ferða er greiddur af Náttúrufræðistofnun Íslands og á enginn aukakostnaður að falla á stofuna.

5. mál. Rætt um að flytja Erp á milli kjarasamninga (að hann fari yfir á samning FÍN við ríkið) og er formanni falið að skoða málið.

Fundi slitið kl. 17.00.

Halla Svavarsdóttir
Rut Haraldsdóttir
Georg Eiður Arnarson
Ingvar Atli Sigurðsson.