Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

07.12.2018

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands – NS 7. desember 2018 kl. 17.00

Fundurinn var haldinn í fundarsalnum Neðri Kleifum á annari hæði að Ægisgötu 2.

Mættir voru stjórnarmennirnir: Leó Snær Sveinsson form., Guðjón Örn Sigtryggsson og Halla Svavarsdóttir. Auk þess voru Páll Marvin Jónsson framkvæmdarstjóri ÞSV, Erpur Snær Hansen starfandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, Angantýr Einarsson framkvæmdarstjóri hjá Vestamannaeyjabæ og Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar.

Fundarritari: Sigurbergur Ármannsson

1. Flutningur lögheimilis.

Gengið var frá tilkynningu um breytingu á lögheimili Náttúrstofu Suðurlands að Ægisgötu 2, 900 Vestmannaeyjum.

2. Farið yfir rekstur Náttúrustofu Suðurlands og framtíðarsýn varðandi rekstur hennar.

Erpur Snær Hansen og Páll Marvin fóru almennt yfir rekstur stofunar og verkefni hennar og einnig voru farið almennt yfir þá möguleika og tækifæri sem eru fyrir hendi. Erpur og Páll Marvin véku af fundi eftir dagskrárliðin.

3. Starf forstöðumanns.

Stjórn tók ákvörðun um að fara í það á nýju ári að auglýsa eftir forstöðumann til frambúðar.

 

.

Fundi slitið kl. 18.30