Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

26.04.2018

Náttúrustofa SuðurlandsFundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS 26. apríl kl. 11.00

Fundurinn var haldinn fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) Páll Marvin Jónsson (PMJ).framkvæmdstjóri ÞSV.

Fundarritari Rut Haraldsdóttir.1. mál Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands fyrir árið 2017.

Fyrir lá ársreikningur NS vegna ársins 2017.

Heildartekjur námu 29. 081.239 kr. og laun og starfsmannakostnaður kr. 26.823.590 sem er 92% af heildartekjum náttúrstofunnar.

Niðurstaða rekstrarreiknings Náttúrustofu suðurlands var neikvæður um 2.099.465 kr. Uppsöfnuð ógreidd skuld við Vestmannaeyjabæ nemur kr. 1.461.057 og aðrar skammtíma og viðskiptaskuldir nema kr. 2.824.385. Heildarkuld NS um áramótin eru því 4.285.442 kr.

Eigið fé var neikvætt um 3.360.522 kr.

Af þessu mál sjá að rekstrarvandi NS er töluverður og fjárframlög og tekjur duga engan veginn fyrir rekstri stofunnar.

Rétt er að taka það fram að stjórnarmenn hafa ekki þegið laun s.l. ár.

Stjórnin samþykkir ársreikningin fyrir sitt leyti.
2. 2. mál Bréf frá J.S. lögmannsstofu vegna uppsagnar forstöðumanns NS.

Fyrir liggur bréf frá JS lögmannsstofu dags. 11. apríl s.l. Formaður greindi frá því að á ölllum stigum málsins var haft samband lögfræði- og kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna bréfsins.

Stjórn hefur óska eftir fundi með lögfræðingum Sambandsins áður en lengra verður haldið. Bæjarráð verður einnig upplýst um málið á fundi sínum í dag.3. 3. mál Fjárframlög ríkisins til rekstrarins.

Greiðslu fjárframlaga frá ríkinu höfðu ekki borist frá ráðneytinu frá ársbyrjun þrátt fyrir að samningur milli Vestmannaeyjabæjar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til eins árs hafi verið undirritaður fyrir áramótin 2017. Hefur þetta valdið töluverður rekstrarerfiðleikum þar sem ekki hafa verið tekjur til að greiða laun og annan kostnað.

Ráðuneytið bætti úr þessu fyrr í þessum mánuði og greiddi samkvæmt samningi.Fundi slitið kl. 11.55