Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

26.02.2018

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS 26. febrúar 2018, kl. 15.00

Fundurinn var haldinn fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) .

Fundarritari Rut Haraldsdóttir.









1. Mál. Hagræðing í rekstri NS vegna rekstur ársins 2018 og uppsafnaðri rekstrarskuld vegna ársins 2017.



Á fundinn kom Ingvar Atli Sigurðsson forstöðumaður NS. Farið var yfir rekstrarniðurstöðu síðasta árs, , lundarannsóknir, skráningu vinnutíma, orlof og aðra frítöku. Eftir það vék Ingvar Atli af fundi.



Til að bregðast við rekstrarvanda NS miðað við fram komnar fjárhagsforsendur til rekstursins fyrir árið 2018 og neikvæða stöðu stofunnar vegna rekstur ársins 2017 hefur stjórn ákveðið að segja upp núverandi forstöðumanni Náttúrustofu Suðurlands með samningsbundnum fyrirvara.



Stjórn NS telur að ekki verði undan því vikist að bregðast við rekstrarvanda með þessum hætti þar sem verkefnum hefur ekki fjölgað og ríkisframlagið og aðrar tekjur ná ekki að dekka launakostnað og annan rekstur eins og fram hefur komið í fyrri fundargerðum.


Ákvörðun þessi er tekin vegna rekstrarvanda og hallareksturs ársins 2017 sem og nýsamþykktrar fjárlaga vegna ársins 2018 sem benda eindregið til þess að fjármagnið muni ekki duga til reksturs Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum í óbreyttri mynd.


Fundi slitið kl. 16.30