Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

09.02.2018

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS 9. febrúar 2018, kl. 14.30

Fundurinn var haldinn fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) .

Fundarritari Rut Haraldsdóttir.

1. Mál. Fuglarannsóknir Náttúrustofu Suðurlands.

Á fundinn mætti Erpur Snær Hansen sérfræðingur í sjófuglum hjá NS og fór yfir þau verkefni sem felast í hans starfi. Fuglaverkefni hafa verið meginstoð í starfssemi Náttúrustofu Suðurlands mörg undanfarin ár. Stærsta einstaka verkefnið eru árlega Lundarannsóknir á tilgreindum varpsstððvum umhverfis landið. Stjórn þakkar Erpi fyrir góða yfirferð vegna helstu verkefna NS.





2. Mál. Erindi frá JS lögmannsstofu dags. 1. febrúar s.l.

Bæjarráð var upplýst um erindi bréfsins á fundi sínum þann 6. febrúar s.l. og þar var einnig farið yfir fjárhagsstöðu NS. Bæjarráð ítrekaði ósk sína að stjórn geri breytingar á rekstri NS þannig að útgjöld verði ekki umfram rekstrarframlögin og aðrar tekjur.

Undir þessum lið fjallaði stjórnin á ný um tölvupóst frá skrifstofustjóra umhverfisráðuneytisins til forstöðumanns NS dags. 8. janúar s.l.

Stjórn Náttúrustofu Suðurlands hefur ákveðið að bregðast við tölvupósti umhverfisráðuneytisins við frekari niðurfærslu á fjárframlagi 2018 sbr. ábendingu um ákvæði 10. gr. laga nr. 60/1992.

Stjórn NS mun falla frá tilkynntri ákvörðun um lækkun starfshlutfalls forstöðumanns.

Stjórn NS mun í framhaldinu meta málið að nýju á næstu dögum og bregðast við með viðeigandi hætti miðað við fram komnar forsendur og verri rekstrarstöðu s.l. árs eins og fram hefur komið er staðan neikvæð um 3.5 milljónir vegna ársins 2017.


Fundi slitið kl. 16.00