Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

05.02.2018

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS 5. febrúar 2018, kl. 13.00

Fundurinn var haldinn fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) .

Fundarritari Rut Haraldsdóttir.



1. 1. Mál Fundargerð síðasta fundar undirrituð.



2. Mál Rekstrarstaða Náttúrustofu suðurlands í árslok 2017.



Niðurstöður úr bókhaldi s.l. árs liggja nú fyrir og er rekstrarhallinn rúmlega 3.5 milljónir kr. Eins og margoft hefur verið rætt um og bókað á fyrri fundum stjórnar NS þá þarf að greiða þennan halla af rekstrarframlagi ársins 2018. Má segja að viðbótarframlagið sem fékkst frá ríkinu í fjárlögum fyrir 2018 fari til þess að borga þessa skuld og dugar þó ekki til.

Skv. 14. gr. laga um Náttúrstofur þá stjórnar forstöðumaður daglegum rekstri hennar og þar af leiðandi fellur það í hans hlut að upplýsa stjórn um rekstrarstöðuna og hvernig hann sjái fyrir sér rekstur NS og gildir það jafnt um fyrri ár og 2018. Stjórn mun kalla forstöðumann á fund á næstunni til að fara yfir stöðuna.







3. 3. Mál Erindi frá JS lögmannsstofu dags. 1. febrúar s.l.

Í erindinu kemur fram krafa Ingvars Atla Sigurðssonar forstöðumanns, um að stjórn Náttúrustofu Suðurlands falli tafarlaust frá tilkynntri ákvörðun um lækkun starfshlutfalls forstöðumanns að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti.

Hjálagt erindinu var tölvupóstur frá ráðuneytinu dags, 08. janúar s.l. undirritað af skrifstofustjóra Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu varðandi skilyrði ríkisjóðs til greiðslu framlaga til Náttúrustofa varðandi starfshlutfall forstöðumanna. Fjallað verður um erindið á næsta fundi stjórnar.


Með ákvörðun sinni var stjórn að virkja viðbragðsskyldu sína vegna mjög slæmrar fjárhagsstöðu NS. Innihald bréfsins verður kynnt á næsta fundi bæjarráðs.


Fundi slitið kl. 14.00


Jafnlaunavottun Learncove