Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

15.01.2018

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS 15. janúar 2018, kl. 10.00

Fundurinn var haldinn fundarsal annarri hæð að Strandvegi 50, Vestm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS), Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) og auk þess sat fundinn Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV og Ingvar Atli Sigurðsson forstöðumaður NS.



1. mál. Uppsögn forstöðumanns og ráðning í hlutastarf

Farið yfir stöðu málsins og fyrirhugaðar breytingar á starfshlufalli forstöðumanns að loknum uppsagnafresti ræddar. Forstöðumaður tilkynnti stjórn að hann myndi taka þessum breytingum að uppsagnafresti og orlofstöku lokinni, en benti einnig á að hann myndi skoða réttmæti ákvörðunarinnar.

Stjórn ítrekar að þessi ákvörðun er eingöngu tekin vegna hallareksturs og slæmrar fjárhagsstöðu stofunnar s.l. ár sem og nýsamþykktrar fjárlaga vegna ársins 2018 sem benda eindregið til þess að fjármagnið muni ekki duga til rekstrarins í óbreyttri mynd.

Stjórn NS mun í framhaldinu ræða við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um framgang gildandi samnings við Vestmannaeyjabæ vegna reksturs NS, en sá samningur er til ársloka 2018.



Fundi slitið kl. 11:00

Fundarritari

Rut Haraldsdsóttir