Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

08.11.2017

Náttúrustofa Suðurlands -

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands - NS- 8.nóvember 2017, kl. 13.00

Fundurinn er haldinn fundarsal á 3ju hæð í húsnæði Þekkingarseturs Vm. Strandvegi 50 Vm.

Mættir voru: Rut Haraldsdóttir, (RH) form., Arnar Sigurmundsson(AS) og Stefán Ó. Jónasson.(SÓJ) Á fundinn mættu einnig, Ingvar Atli Sigurðsson, (IAS) forstöðumaður NS og Páll Marvin Jónsson, (PMJ) framkvæmdastjóri ÞSV.

1. Mál. Fundargerð síðasta fundar undirrituð af öllum fundarmönnum.

2. Mál. Drög af bréfi frá NS.

Fyrir fundinum lágu drög af bréfi frá samtökum Náttúrustofa til stjórna Náttúrustofa um framtíðarsýn náttúrustofanna og endurskoðun rekstrarsamninga.

 

3. Mál. Rekstrarstaða NS þann 1. nóvember 2017.

Samantekt á rekstrarstöðu þann 1. nóvember gefur til kynna að halli stofunnar rekstrarárið árið 2017 verði um 1,5-2,0 milljónir. Ekki er von á auknum tekjum í gegnum önnur verkefni.

4. Mál. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2018.

Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er stuðst við tekjur sem gert var ráð fyrir í fjárlögum við fyrstu umræðu vegna ársins 2018, er þar gert ráð fyrir framlögum til náttúrustofa að upphæð kr. 17.700.000 og mótframlag Vestmannaeyjabæjar sem er 30% af þeirri upphæð kr. 5.310.000. Miðað við fyrirliggjandi drög er nokkuð ljóst að þetta fjármagn dugar skammt til reksturs stofunnar og laun tveggja starfsmanna. Ef reksturinn á að ganga eftir óbreyttur þarf að koma til mun meira fjármagn/tekjur til að dekka allan kostnað. Styrkur til árlegra lundarannsókna kemur ekki að neinu leiti til reksturs né fastra launa NS dekkar hann einungins útlagðað kostnað vegna rannsókanna og dagpeninga starfsmanna á ferðalögunum. Ef ekki er brugðist sérstaklega við má gera ráð fyrir allt að fimm milljón króna halla árið 2018. Það er því nauðsynlegt að rekstur stofunnar verði trygður með auka fjármagni umfram þær 17,7 milljónir sem er á fjárlögum fyrir fyrstu umræðu fjárlqaga 2018. Takist það ekki þarf að grípa til niðurskurðar.

5. Mál. Staða samnings við umhverfisráðuneytið.

Núgildandi samningur milli Vestmannaeyjabæjar og umhverfis-og auðlindaráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Suðurlands sem gerður var í október 2012 rennur út um næstu áramót. Ekki hafa verið neinar viðræður í gangi milli aðila um gerð nýs samnings. Í samningnum kemur fram að framlag ríkissjóðs til NS sé til almenns launakostnaðar og rekstrar. Ef gerður verður nýr samningur þá þarf framlag ríksins að hækka til muna til að dekka launakostnað og annan rekstur eins og núverandi samningur kveður á um.

Fundi slitið kl. 14.00