Stjórn Náttúrustofu Suðurlands -

28.04.2021

Náttúrustofa Suðurlands

Fundargerð

Stjórnarfundur í Náttúrustofu Suðurlands (NS) 28. apríl 2021 kl. 12.00

Fundurinn var haldinn í Setrinu, Vestmannaeyjum.

Mættir voru: Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður, Halla Svavarsdóttir, Viktor Ragnarsson og Erpur Snær Hansen forstöðumaður NS.

Fundarritari Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.

1. Mál Fjárhagsáætlun 2021, uppfært þar sem tekið er tillit til aukafjárlaga ríkisins v/Covid 19.

Á síðasta fundi var formanni falið að uppfæra áætlun miðað við umræður á fundi og fór stjórn NS yfir hana.

Einnig var forstöðumanni falið að kanna möguleika á að fá til vinnu sjálfboðaliða fyrir sumarið 2021. Margir sjálfboðaliðar hafa sótt um og hefur forstöðumaður talað við alla, 12 hafa staðfest. Um er að ræða einstaklinga sem henta verkefninu vel.

Niðurstaða

Stjórn NS metur að svigrúm sé til að leggja áherslu á sæsvöluverkefni sem undanfarin ár hefur ekki verið hægt að sinna nægilega vel.

Forstöðumanni er falið að velja úr lista yfir sjálfboðaliða innan evrópska efnahagssvæðisins og EFTA.

2. Mál Ráðning sumarstarfsmanna.

Forstöðumaður fór yfir áhersluverkefni sumarsins þ.e. sæsvöluverkefnið og telur mikilvægt að ráða inn sumarstarfsmenn til að ná að sinna því verkefni vel.

Niðurstaða

Á fundi NS þann 11. febrúar sl. var ákvörðun tekin um að sækja um styrk frá Rannís fyrir tvo nema fyrir sumarið 2021. Borist hafa níu umsóknir. Forstöðumanni er falið að velja úr lista yfir umsækjendur og skila inn til Rannís fyrir 3. maí en frestur til þess rennur út þá.

Einnig er ákveðið að NS ætlar að nýta sér nýtt átaksverkefni ríkisstjórnar „Hefjum störf“ og ráða starfsmann til 6 mánaða. Frestur til umsóknar rennur út 15. maí og mun stjórn NS, að umsóknafresti loknum, halda vinnufund og fara yfir umsóknir.

Fundi slitið kl. 12.45