Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1446

31.03.2011

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,

fimmtudaginn 31. mars 2011 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Jórunn Einarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 135. frá 30. mars sl. og var það samþykkt með sex atkvæðum, Jórunn Einarsdóttir var fjarverandi.

Dagskrá:

1. 201103047 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2012-2014
-SÍÐARI UMRÆÐA-

Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar fór yfir helstu tölur verklegra framkvæmda þriggja ára áætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2012-2014

Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2012-2014 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. 201103112 - Reglugerð um makrílveiðar

Ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir andstöðu við þau vinnubrögð sem voru viðhöfð í aðdraganda nýrrar reglugerðar sjávarútvegsráðherra um veiðar á makríl. Fyrir liggur að ef ekki hefði komið til breytinga á úthlutunarreglum hefðu útgerðir í Vestmannaeyjum fengið úthlutuðum 48.927 tonnum. Handaflsaðgerðir ráðherra verða hinsvegar til þess að þessum tonnum fækkar um 7896. Höggið sem er í anda fyrningaleiðar er mikið fyrir samfélagið í Eyjum. Þannig eru tapaðar tekjur samfélagsins um 1250 milljónir. Þar af eru tapaðar launatekjur sjómanna um 133 milljónir og tapaðar tekjur landverkafólks um 71 milljón.

Það vekur sérstakan ugg að með þessum vinnubrögðum er gefin forsmekkur af því sem koma skal. Með handaflsaðgerðum og án samráðs við alþingi eða þingnefndir geta stjórnmálamenn nú sveiflað til milljörðum. Slíkt er ávísun á spillingu og pólitíska greiða.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja beinir því til þingmanna Suðurkjördæmis að beita sér af öllu afli gegn þeirri þróun sem nú á sér stað í málefnum sjávarútvegsins. Nái núverandi stefna stjórnvalda fram að ganga mun það valda enn meiri óróa í því viðskiptaumhverfi sem sjávarútvegurinn býr við í dag.

Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa staðið af sér átök við náttúruna svo sem aflabrest og eldgos en þeim er erfitt að glíma við stjórnvöld sem með handafli flytja frá þeim verðmæti og færa ýmist samkeppnisaðilum þeirra verðmætin eða ríkisvæða þau.

Elliði Vignisson

Gunnlaugur Grettisson

Guðlaugur Friðþórsson

Páll Marvin Jónsson

Páll Scheving Ingvarsson

Páley Borgþórsdóttir

Jórunn Einarsdóttir

Ályktunin var samþykkt með sex atkvæðum, Jórunn Einarsdóttir sat hjá.

Jórunn Einarsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu og bókar að hún tekur undir fyrri hluta ályktunarinnar þar sem fjallað er um það högg sem samfélagið verður fyrir, en situr hjá við afgreiðsluna vegna orðalags ályktunar í heild sinni.

3. 201103110 - Málefni safnanna, framkvæmdir og starfsmannamál
4. 201103111 - Skipanir í starfshópa og upplýsingaflæði til nefndarmanna
5. 201103008F - Fræðslu- og menningarráð - 229. fundur frá 22. mars s.l.
Liðir 1, 2, 5 - 8, 10 og 11 liggja fyrir til staðfestingar.
liðir 3,4 og 9 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1, 2, 5 - 8, 10 og 11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201103009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 134. fundur frá 23. mars sl.
Liðir 1 - 10 liggja fyrir til samþykktar.
Liðir 1, 2 og 4 - 10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 3 var samþykktur með sex atkvæðum, en Páll Scheving Ingvarsson vék sæti við afgreiðslu málsins.
7. 201103010F - Fræðslu- og menningarráð - 230. fundur frá 24. mars sl.
Liðir 1 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 201103011F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 101. fundur frá 28. mars sl.
Liðir 1 - 10 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
9. 201103018F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 135. fundur frá 30. mars sl.
Fundargerðin, liðir 1 - 5 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.30