Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1445

17.03.2011

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn Akógeshúsinu við Hilmisgötu,

fimmtudaginn 17. mars 2011 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Jórunn Einarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 83 frá 16. mars s.l. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá:

1. 201103047 - Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar 2012-2014
Fyrri umræða.

Elliði Vignisson bæjarstjóri lagði fram greinargerð og hafði framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2012-2014 og gerði grein fyrir helstu forsendum hennar.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2012-2014 til síðari umræðu.

2. 201103051 - Umræða um kostnað við rekstur Grunnskóla Vestmannaeyja.
3. 201103003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 83
Fundargerðin liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201102011F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2908 fundur frá 1. mars s.l.
Liðir 1 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 2,3 - 4 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 201102010F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 133 fundur frá 2. mars s.l.
Liðir 1 -12 liggja fyrir til staðfestingar.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa liði 1 aftur til ráðsins.

Liðir 2 - 12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

6. 201103001F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 82 fundur frá 2. mars s.l.
Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 201103002F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 100. fundur frá 7. mars s.l.
Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 201103006F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2909 fundur frá 16. mars s.l.
Liðir 1 - 2 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 3 - 5 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1 - 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05


Jafnlaunavottun Learncove