Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1444

24.02.2011

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,

fimmtudaginn 24. febrúar 2011 og hófst hann kl. 12:00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Stefán Óskar Jónasson, Kristín Jóhannsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs.

Dagskrá:

1. 201010015 - Umræða um framtíð Heilbrigðisstofnunnar Vestmannaeyja.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja harmar þá forgangsröðun sem birtist í ákvörðunum ríkisstjórnar um niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnunum. Sú áætlun að fækka um sex starfsmenn hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja á næstu mánuðum er fráleidd og kemur til með að skaða starfsemi þessarar mikilvægu stofnunnar og hafa ýmiskonar alvarlegar afleiðingar í för með sér. Niðurskurður Heilbrigðisstofnunnar um 100 milljónir á þremur árum er í engum takti við rekstrarlegar þarfir stofnunarinnar.

Það er fráleitt að verja allt að tvöþúsund milljónum í "að kíkja í pakkann hjá ESB" á meðan aldraðir fá ekki þjónustu vegna niðurskurðar. Það stenst enga skoðun að verja 500 milljónum í stjórnlagaþing á meðan veikt fólk þarf frá að hverfa. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands til að endurskoða forgangsröðun sína með hagsmuni aldraðra, sjúkra og annarra í huga.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn til að leggja heibrigðisstofnunum til nægt rekstrarfé og leita eftir hagræðingum í öðrum og síður mikilvægum verkefnum.

Elliði Vignisson

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Gunnlaugur Grettisson

Páll Shceving Ingvarsson, Kristín Jóhannsdóttir og Stefán Óskar Jónasson sátu hjá við afgreiðslu málsins og gerðu grein fyrir atkvæðum sínu.

2. 201101007F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 79 frá 26. janúar sl.
Liðir 1 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201101012F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 98 frá 31. janúar sl.
Liðir 1 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201101013F - Fræðslu- og menningarráð - 228 frá 2. febrúar sl.
Liður 8 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1 - 7 og 9 - 12 liggja fyrir til staðfestingar.

Liður 8 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-7 og 9-12 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

5. 201102001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 132 frá 2. febrúar sl.
Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar
Liður 5 liggur fyrir til kynningar
Liðir 1 -4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201102002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 80 frá 9. febrúar sl.
Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 -3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 201102006F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 81 frá 16. febrúar sl.
Liðir 1 - 2 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 201102008F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 99 frá 16. febrúar sl.
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 -7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

9. 201102005F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2907 frá 16. febrúar sl.
Liðir 1 - 2 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 3 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1 - 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25