Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1442

16.12.2010

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,

fimmtudaginn 16. desember 2010 og hófst hann kl. 12.00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 77 frá 15. desember s.l. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá:

1. 201010081 - Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2011 - SíÐARI UMRÆÐA -
Skv. 4. mgr. 24. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar gilda engar tímatakmarkanir vegna umræðna um fjárhagsáætlun.

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á fjárhagsáætluninni milli fyrri og seinni umræðu.

Var nú gengið til atkvæða:

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2011:
Tekjur alls kr. 2.212.601.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.476.167.000
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði, neikvæð kr. -263.566.000
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) kr. 413.798.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 150.232.000
Veltufé frá rekstri kr. 308.052.000
Afborganir langtímalána kr. 61.881.000
Handbært fé í árslok kr. 3.572.224.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2011:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 2.715.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, kr. 0
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. -56.664.000
Aðrar B-hluta stofnanir, Rekstrarniðurstaða, tap kr. -16.253.000
Veltufé frá rekstri kr. 54.513.000
Afborganir langtímalána kr. 59.392.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2011:
Tekjur alls kr. 3.023.574.000
Gjöld alls kr. 3.265.831.000
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði, neikvæð kr. -242.257.000
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) kr. 263.594.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 21.337.000
Veltufé frá rekstri kr. 362.565.000
Afborganir langtímalána kr. 121.273.000
Handbært fé í árslok kr. 3.572.224.000

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2011 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. 201010070 - Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands
Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands frá 14. desember s.l. liggur fyrir til staðfestingar.
Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201012001F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 129
Liðir 1 - 10 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201012009F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 95
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1 -3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum
5. 201012008F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 77
Liðir 1-6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12.40


Jafnlaunavottun Learncove