Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1439

21.10.2010

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn Akógeshúsinu við Hilmisgötu,

fimmtudaginn 21. október 2010 og hófst hann kl. 18.00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Dagskrá:

1. 200707346 - Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar
Umræða um stöðu samgöngumála
2. 201010015 - Umræða um framtíð Heilbrigðisstofnunnar Vestmannaeyja.

Fyrir liggur að að nái stefna ríkisstjórnar gagnvart heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni fram að ganga verður Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja í þeirri mynd sem hún hefur hingað til verið rekin lögð niður. Heildar niðurskurður á fjárlögum nemur 23.78%. Þar af verður niðurskurður á Sjúkra- og hjúkrunarsviði hvorki meira né minna en 37% eða 180 milljónir.

Öllum má ljóst vera að niðurskurði sem þessum verður ekki náð nema með lokun skurðstofu jafnvel þótt að fjárlögunum sé tekið fram að áfram skuli rekin skurðstofa hér í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að gert er ráð fyrir að draga mjög úr þjónustu við aldraða langlegu sjúklinga og mun sá kostnaður flytjast yfir á sveitarfélagið ef ekkert verður að gert. Nú þegar duga framlög Tryggingastofnunar Ríkisins ekki fyrir nauðsynlegum rekstri Hraunbúða og verða herbergi því að standa auð á meðan aldraðir Eyjamenn bíða eftir úthlutun. Boðaður niðurskurður eykur því á vandann sem er ærinn fyrir. Í þessu samhengi minnir bæjarráð á að kveðið er á um lögfestingu samskiptareglna ríkis og sveitarfélaga í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar VG og Samfylkingarinnar. Það fær ekki gengið að flytja kostnað af ríki yfir á sveitarfélög án tekjustofna.

Bæjarstjórn átelur núverandi heilbrigðisyfirvöld einnig fyrir grandvaraleysi í aðdraganda þessara fjálaga. Það samráð sem komið var á með stofnun vinnuhópa um heilsugæslu, sjúkra- og hjúkrunadeilda, sjúkraflutninga og fl. með aðkomu fulltrúa Vestmannaeyinga í lok árs 2008 var illu heilli ekki áfram haldið heldur haldið áfram án aðkomu heimamanna. Hluti af þeirri vinnu var ósk Vestmannaeyjabæjar um að yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í stað þess að sameina í burt þjónustu. Þeirri tillögu var vel tekið af þáverandi ráðherra og markviss vinna þar að lútandi í farvegi. Eftirmenn hafa hinsvegar heitið því að hugmyndir um sameiningu yrðu aflagðar, ólíkt því sem við nú stöndum frami fyrir. Niðurstaðan er áformuð endalok þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hingað til hefur verið veitt í Vestmannaeyjum.

Bæjarstjórn hvetur þingmenn suðurlands til að láta einskis ófreistað í baráttunni gegn fyrirhuguðum áformum. Það nálgast hreina ósvífni að leiða slíkan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu yfir landsmenn á sama tíma og ráðast á í stjórnlagaþing sem kostar 1,7 milljarð til 2,1 milljarð (skv. mati fjármálaráðuneytisins), setja glerhjúp um menningarhús í Reykjavík fyrir um 3,2 milljarða, ráðast í endurbyggingu Landspítalans sem mun vart kosta undir 50 til 70 milljörðum og reisa menningarhús í Reykjavík fyrir rúmlega 30 milljarða og þannig má áfram telja.

Elliði Vignisson

Gunnlaugur Grettisson

Guðlaugur Friðþórsson

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Páll Scheving Ingvarsson

Sigurlaug Björg Böðvarsdóttir

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. 201010070 - Fundargerðir Náttúrustofu Suðurlands
Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 21. september sl. liggur fyrir til samþykktar.
Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201009006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 90
fundur haldinn þann 16. september sl.
Liðir 1-3 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 4 liggur fyrir til kynningar.

Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

5. 201009007F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 71
Fundur haldinn þann 22. september sl.
Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201009013F - Almannavarnanefnd - 1006
Fundur haldinn þann 22. september sl.
Fundargerðin liggur fyrir til staðfestingar.
Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 201009014F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 125
Fundur haldinn þann 28. september sl.
Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 201009015F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2898
Fundur haldinn þann 28. september sl.
liðir 1 liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
9. 201010001F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2899
Fundur haldinn þann 5. október sl.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 4 og 6 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1-3 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
10. 201010002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 72
Fundur haldinn þann 6. október sl.
Liðir 1-4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
11. 201010013F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 91
Fundur haldinn þann 11. október sl.
Liðir 1, 4 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 2 og 3 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1, 4 og 5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
12. 201009012F - Fræðslu- og menningarráð - 225
Fundur haldinn þann 12. október sl.
Liðir 1-6 og 8-10 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 7 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1-6 og 8-10 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
13. 201010014F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 126
Fundur haldinn þann 13. október sl.
liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
14. 201010017F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2900
Fundur haldinn þann 19. október sl.
Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 3 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1 og 2 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
15. 201010018F - Fræðslu- og menningarráð - 226
Fundur haldinn þann 20. október sl.
Liður 2 liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 1 liggur fyrir til kynningar.
Liður 2 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:44


Jafnlaunavottun Learncove