Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1438

16.09.2010

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn Akógeshúsinu við Hilmisgötu,

fimmtudaginn 16. september 2010 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson, Jórunn Einarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð fræðslu og menningarráðs nr. 223 frá 15. júlí s.l., umhverfis- og skipulagsráðs nr. 124 frá 15. september s.l. og fundargerð bæjarráðs nr. 2897 frá 16. september og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá:

1. 200707346 - Framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar
Umræða um stöðu samgöngumála til Vestmannaeyja.

Frátafir Herjólfs hafa valdið vandræðum það sem af er september. Viðbúið var að tilkoma hinnar nýju hafnar yrði vandkvæðum bundin í fyrstu og ljóst að eldgos í Eyjafjallajökli yki á þann vanda. Illu heilli hafa örlögin hagað málum þannig að röð af verstu hugsanlegu breytum hafa komið fram á sama tímapunkti. Ekki einungis er verið að nota óhentugt skip við framandi aðstæður fyrir skipstjórnendur. Náttúran hefur einnig sett strik í reikninginn.

Bæjarstjórn fagnar því hversu hratt og örugglega var gengið til þeirra verka að dýpka höfnina og ítrekar það sem áður hefur komið fram um mikilvægi þess að dýpkunartæki séu öllum stundum til staðar. Þjóðvegurinn til Vestmannaeyja má ekki rofna. Í ljósi þess að líklegt má telja að sandburður verði verulega aukin á næstu misserum hvetur bæjarstjórn til þess að leitað verði að heppilegum sanddælubúnaði og honum komið til verka í Landeyjasandi sem allra fyrst.

Bæjarstjórn fagnar ennfremur yfirlýsingu Samgönguráðherra um mikilvægi þess að hefja sem fyrst undirbúning og í kjölfarið smíði á hentugu skipi til siglinga í Landeyjahöfn.

Landeyjahöfn er aðalhöfn Herjólfs ásamt Vestmannaeyjahöfn og mikilvægt að hún geti sinnt þeim kröfum sem til hennar eru gerðar. Fyrr er hún ekki fullbyggð. Bæjarstjórn ítrekar einnig þær óskir sínar að þegar samgöngur við Landeyjahöfn eru ekki mögulegar sigli skipið til Þorlákshafnar. Í þeim tilvikum er eðlilegt að farþegum sé veitt full þjónusta m. a. hvað varðar svefnpláss og veitingar.

Í ljósi þess að líkur eru til að vandkvæði við Landeyjahöfn verði nokkur fyrsta árið hvetur bæjarstjórn mjög eindregið til þess að flugrekstraraðilar sem þjónusta Vestmannaeyjar fái aukna aðstoð á meðan.

Elliði Vignisson

Gunnlaugur Grettisson

Guðlaugur Friðþórsson

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Páll Scheving Ingvarsson

Jórunn Einarsdóttir

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. 201007007F - Fræðslu- og menningarráð - 223
Liðir 1-5 ligggja fyrir til umræðu og staðfestingar
liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201009002F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 124
Liðir 1-7 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201009004F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2897
Liðir 1-6 liggja fyrir til umræðu og staðfestingar
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 201007016F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 122
Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201007015F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2894
Liðir 1 - 8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 201007018F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 68
Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
8. 201008001F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 88
Liður 1, 3 og 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 2 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1, 3 og 4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
9. 201008002F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2895
Liður 1 liggur fyrir til staðfestingar.
Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
10. 201008003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 69
Liður 1 liggur fyrir til kynningar.
11. 201008006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 89
Liðir 1 - 3 liggja fyrir til staðfestingar.
liður 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.
Liðir 1-3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
12. 201008007F - Fræðslu- og menningarráð - 224
liðir 1 - 9 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-9 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
13. 201008009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 70
Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
14. 201008004F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 123
Liðir 1 - 14 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-14 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
15. 201009001F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2896
Liðir 1 - 6 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 7 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.29