Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1434

20.05.2010

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn í fundarsal Ráðhúss,

fimmtudaginn 20. maí 2010 og hófst hann kl. 18:00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson og Kristín Jóhannsdóttir,

Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri

Dagskrá:

1. 201005057 - Staða samgöngumála við Vestmannaeyjar í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli, viðbrögð við seinkun á opnun Landeyjarhafnar og erfiðleikar í flugsamgöngum.
Fyrir lá viljayfirlýsing um fjölgun ferða Herjólfs úr 1.360 í 1.485.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar þessu mikilvæga skrefi sem tekið er með fyrirliggjandi samkomulagi. Með því verður tryggt að ferðir Herjólfs á ársgrundvelli verða rúmlega fjórar á dag að meðaltali.

Bæjarstjórn samþykkir samkomulagið fyrir sitt leiti og hvetur samgönguyfirvöld til þátttöku með Vestmannaeyjabæ og Eimskip og tryggja þar með að Landeyjahöfn og þjónusta Herjólfs verði sveitarfélögum á áhrifasvæði hafnarinnar sú lyftistöng sem vonir standa til.

Elliði Vignisson

Gunnlaugur Grettisson

Páll Marvin Jónsson

Páley Borgþórsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

Páll Scheving Ingvarsson

Guðlaugur Friðþórsson

Tillagan var samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.

2. 201005009F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 118
Liðir 1 - 11 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-11 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201005008F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2891
Liðir 1 -7 liggja fyrir til staðfestingar.
liður 8 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
4. 201005007F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 85
Liðir 1 -7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liður 8 liggur fyrir til kynningar.
Liðir 1-7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 201005003F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 64
Liðir 1 - 4 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-4 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201005002F - Fræðslu- og menningarráð - 220
Liðir 1 - 6 liggja til staðfestingar.
Liðir 1-6 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
7. 201005001F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2890
Liðir 1 - 5 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-5 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:57