Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1428

15.01.2010

Bæjarstjórnarfundur 

Haldinn Akógeshúsinu við Hilmisgötu,

föstudaginn 15. janúar 2010 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:

Gunnlaugur Grettisson, Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Páll Scheving Ingvarsson, Guðlaugur Friðþórsson, Arnar Sigurmundsson, Stefán Óskar Jónasson,

Fundargerð ritaði: Rut Haraldsdóttir, Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Leitað var afbrigða til að taka inn fyrsta mál á dagskrá, opið bréf samgönguráðherra og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.%0D%0DÍ fyrsta máli tók Elliði Vignisson bæjarstjóri þátt í fundinum sem embættismaður og sat Arnar Sigurmundsson í hans stað.%0D%0DArnar Sigurmundsson vék af fundi eftir umræðu og afgreiðslu á fyrsta máli.

Dagskrá:

1. 201001032 - Opið bréf samgönguráðherra, kristjáns L. Möller
Elliði Vignisson bæjarstjóri lagði fram opið bréf til hans, sem embættismanns Vestmannaeyjabæjar, frá Kristjáni Möller ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem birtist á eyjafréttum.is 14. janúar 2010. Enn fremur lagði bæjarstjóri fram afrit af tölvupóstum sendum til Kristjáns Möller 3. og 15 desember sl. og 4.og 14.janúar sl.

ÁlyktÁlyktun:

Bæjarstjórn lýsir mikilli undrun á framkomu ráðherra Kristjáns Möller og að hann skuli með þeim setja helstu hagsmuni Vestmannaeyja í farveg vantrausts og flokkspólitískra hagsmuna. Sérstaklega er undarlegt að ráðherra sveitarstjórnarmála sem fer með umboð forseta skv. 13. gr. stjórnarskrárinnar og þar með framkvæmdavald skuli frábiðja sér að vinna áfram með æðsta embættismanni Vestmannaeyjabæjar sem ráðinn er beint af bæjarstjórn Vestmannaeyja og sækir umboð sitt milliliðalaust til hennar. Slíkt er án efa fordæmalaust.

Í opnu bréfi ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála er bæjarstjóri einn gerður ábyrgur fyrir samhljóða samþykktum bæjarráðs og bæjarstjórnar og meðal annars sagt að beðið hafi verið eftir tillögum frá bæjarstóra um hvaða ferðir Herjólfs skyldi fella niður. Þar fer ráðherra með rangt mál. Þessi orð og afstaða ráðherra bendir til þess að hann þekki ekki efni tölvupósta senda honum 3. desember, 15. Desember 2009 og 4. janúar sl. Kann það að skýra hvers vegna hann hefur ekki svarað þeim þrátt fyrir að í þeim sé óskað eftir viðbrögðum eins fljótt og verða má. Ráðherra skal því bent á að bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum 3. desember síðastliðinn og fól bæjarstjóra að svara rekstrarstjóra Eimskipa (er skrifaði bæjarráði) og gera grein fyrir þeirri afstöðu bæjarráðs að það muni ekki taka afstöðu til þess hvort eða hvaða ferðir verði felldar niður fyrr en tilkynning um slíka ákvörðun berst frá samgönguyfirvöldum. Sú ákvörðun barst 8. janúar síðastliðinn og var afgreidd af bæjarráði 12. janúar. Skjalastjóri Vestmannaeyjabæjar sendi síðan afrit af fundargerð til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar og Eimskipa (afrit afhent bæjarfulltrúum).

Bæjarstjórn lýsir fullum stuðningi við bæjarstjóra og telur hann í einu og öllu hafa gætt hagsmuna bæjarfélagsins í því máli sem hér um ræðir. Þá minnir bæjarstjórn ráðherra á að bæjarstjóri hefur einungis gert fjölmiðlum grein fyrir einarðri afstöðu bæjarstjórnar og bæjarráðs og í engu vikið frá samþykktum þeirra. Sérstök ástæða er til að geta þess að öll efnisleg afstaða bæjarstjóra sem vísað er til í opnu bréfi ráðherra á sér grunn í einróma samþykktum bæjarstjórnar og bæjarráðs. Bæjarstjórn lítur svo á að afstaða samgönguráðherra til bæjarstjóra sé afstaða hans til lýðræðislega kjörinnar bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum og óttast að framkoma ráðherra kunni að skaða trúverðugleika hans sem ráðherra og valdi alvarlegum trúnaðarbresti milli Vestmannaeyjabæjar og samgönguráðherra. Trúnaðarbrest sem torveldar Vestmannaeyjabæ að gæta hagsmuna sinna gagnvart því ráðuneyti sem um ræðir, en það fer einnig með sveitastjórnarmál.

Bæjarstjórn hvetur ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála til að gæta að því að samskipti ráðherra og bæjarstjóra eru samskipti ríkis og sveitarfélags. Í svörum bæjarstjóra til fjölmiðla sem vikið er að í opnu bréfi ráðherra er hvergi vegið að persónu ráðherra þótt sannarlega hafi þar verið kveðið fastar að um embættisfærslur en venja er. Bæjarstjórn hvetur því ráðherra til að biðjast afsökunar á orðum sínum og svara þeim embættiserindum sem til hans er beint með hagsmuni umbjóðenda sinna að leiðarljósi.

Páley Borgþórsdóttir

Páll Marvin Jónsson

Gunnlaugur Grettisson

Arnar Sigurmundsson

Ályktunin var samþykkt með fjórum atkvæðum. Bæjarfulltrúar V-lista sátu hjá.

Páll Scheving Ingvarsson gerði grein fyrir atkvæðum V-lista:

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans harma að umræður um samgöngur við Vestmannaeyjar, séu fallnar á það sig sem birtist í fjölmiðlum síðstu daga. Málefnið er of stórt og mikilvægt til þess.

Undirrituðum er ljóst að efnahagur íslensku þjóðarinnar er ekki sterkur um þessar mundir og mikill niðurskurður er óhjákvæmilegur í útgjöldum ríkisins, jafnvel í heilbrigðis- og menntakerfi. Því ber að þakka samgönguyfirvöldum fyrir að slá hvergi af og tryggja fjármagn í uppbyggingu á Landeyjahöfn, framtíðinni í samgöngum við Vestmannaeyjar. Það er viðurkenning á skilningi og þörfinni á bótum. Þetta ber bæði að þakka og virða.

Samgönguyfirvöld verða að gera sér grein fyrir því að slakar og ófullnægjandi samgöngur við Vestmannaeyjar um árabil, hafa skaðað samfélagið. Linnulaust barátta bæjarstjórnar fyrir skilningi og bótum hefur loksins skilað árangri. Það er bæjaryfirvöldum því bæði þungt og erfitt að sætta sig við niðurskurðarhnífinn. Það kann að birtast, bæði í umræðum og bókunum.

Að gefnu tilefni skal á það bent að Elliði Vignisson er framkvæmdastjóri bæjarstjórnar Vestmannaeyja og fylgir eftir ákvörðunum hennar.

Bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans hvetja alla sem þátt taka í stjórnmálum að mæta hverju máli á heiðarlegan og málefnalegan hátt. Erjur og þras skila minni árangri. Það höfum við reynt í starfi okkar á þessu kjörtímabili.

Páll Scheving Ingvarsson

Guðlaugur Friðþórsson

Stefán Jónasson

Ál

2. 200901093 - Álagning tekjustofna og gjaldskrá ársins

Tillaga vegna álagningar gjalda fyrir árið 2010:

Fyrir liggur svohljóðandi tillaga vegna álagningar gjalda árið 2010

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda og sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2010:

a) Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 945/2000.

1. Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,42 %.

2. Allar aðrar fasteignir: 1,55 %.

b) Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð.

1. Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%.

2. Allar aðrar fasteignir: 0,30%.

3. Heimild til undanþágu er í samræmi við h) lið hér á eftir.

c) Bæjarstjórn samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 13.914.- og að sorphirðu- og sorppokagjald verði kr. 8.564.- á hverja íbúð. 1. Heimild til undanþágu er í samræmi við g) lið hér á eftir.

d) Sorpbrennslu– og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tekur gildi þann 1. febrúar 2010.

e) Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv.

1. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga.

f) Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti, holræsagjöldum og sorpgjöldum skv. b), c), og d) liðum hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 5. febrúar 2010.

g) Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í. Ennfremur samþykkir bæjarstjórn með tilliti til 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, á eftirfarandi hátt.

1. Fyrir einstakling:

a. Brúttótekjur 2009 allt að 2.545 þús. kr. 100% niðurf.

b. Brúttótekjur 2009 allt að 3.011 þús. kr. 70% niðurf.

c. Brúttótekjur 2009 allt að 3.420 þús. kr. 30% niðurf.

2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:

a. Brúttótekjur 2009 allt að 3.062 þús. kr. 100% niðurf.

b. Brúttótekjur 2009 allt að 3.700 þús. kr. 70% niðurf.

c. Brúttótekjur 2009 allt að 4.195 þús. kr. 30% niðurf.

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir búa í. “

Tekjustofnar og gjaldskráin voru samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
3. 201001002F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 2882
Liður 1 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.Liðir 2 og 3 liggja fyrir til staðfestingar.liðir 4 og 5 liggja fyrir til kynningar.

Liður 1 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 3 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

4. 200912006F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 78
Liðir 1 -8 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1-8 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
5. 201001001F - Fræðslu- og menningarráð - 216
Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
6. 201001003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 110
Liðir 1 - 7 liggja fyrir til staðfestingar.
Liðir 1 - 7 voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:39