Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1425

22.10.2009

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 22. október kl. 18.00 í Akóges húsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn bréf frá Hirti Kristjánssyni og fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs nr. 107 frá 21. október sl. og framkvæmda- og hafnarráðs nr. 73. frá 22. október var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

1. mál. Boðaðar breytingar á fyrirkomulagi löggæslumála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir harðlega öllum hugmyndum sem fela í sér skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum og þar með talið hugmyndum um að stjórnun löggæslumála í Vestmannaeyjum verði flutt frá Eyjum.

Greinagerð:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir því harðlega að áfram skuli haldið með þá fáheyrðu hugmynd að sameina lögregluumdæmi landsins og gera þau 6 í stað þeirra 15 sem nú eru. Í slíkum hugmyndum er fólgið að stjórn lögreglunnar í Vestmannaeyjum færi undir sameinað embætti á Suðurlandi öllu.

Þótt ótrúlegt sé sér Bæjarstjórn Vestmannaeyja sig tilneydda til að benda ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra á landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar eru Eyja, sem oft er ekki í neinum samgöngum við meginlandið. Hér koma válynd veður og stórsjór sem einangrar samfélagið oft sólarhringum saman. Undir jafnvel kjöraðstæðum liggja samgöngur við Vestmannaeyjar algerlega niðri ráðandi hluta sólarhringsins. Öllum sem kynna sér málið er ljóst að af boðaðri sameiningu er ekki sparnaður og í henni er ekki að finna samlegðaráhrif. Eingöngu fólki sem ekki þekkir til staðhátta dettur í hug að lögreglumenn fari milli lands og Eyja í vinnu sinni eða að yfirmaður þeirra geti verið staðsettur á stað sem getur tekið tíma að ferðast til.

Það er mikilvægt fyrir ráðamenn og ráðgjafa þeirra að hafa hugfast að staða lögreglustjóra í Vestmannaeyjum er ein af lykilstöðum samfélagsins þegar vá steðjar að. Lögreglustjóri er jafnframt yfirmaður almannavarna. Hann stýrir öllum aðgerðum og undirbúningi allra öryggismála fyrir þjóðhátíð, goslokahátíð, þrettándagleði, Shellmóts og fleira. Hann er ábyrgur fyrir samstarfi allra þeirra aðila sem veita bráðaaðstoð í margskonar vá allt frá eldgosi yfir til heimsfaraldurs innflúensu. Lögreglustjóri fer með ákæruvaldið og hann stýrir löggæslu í einangruðu nær samfélagi. Það er algerlega fráleitt að allt þetta og meira til sé mögulegt að gera á markvissan máta af embættismanni á fastalandinu sem ekki tengist samfélaginu og hefur ekki þekkingu á staðháttum. Dugi ekki þessi faglegu rök skal ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra bent á að aldrei hefur verið sýnt fram á sparnað af þessum hugmyndum, heldur þvert á móti myndu þessar hugmyndir valda auknum kostnaði fyrir íslenska ríkið og það á tímum sparnaðar.

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign

greinargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2876 frá 6. október sl.

Liður 1 -4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2877 frá 20. október sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 5 og 6 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 28. september sl.

Fundargerðin lá fyrir til staðfestingar og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 72 frá 2. október sl.

Liðir 1, 2, og 4-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundagerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 51 frá 7. október sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 og 6 lágu fyrir til staðfestingar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 106 frá 7. október sl.

Liðir 1 - 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 11 og 12 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 52 frá 20. október sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 73 frá 21. október sl.

Liðir 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.

Ályktun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að bæjarsjóður taki þátt í endurbyggingu upptökumannvirkja skipalyftu Vestmannaeyjahafnar með fjármögnun og fjárveitingu sem nemur 50% af heildarkostnaði við verkið, þó eigi hærri fjárhæð en sem nemur 150 milljónir króna. Miðað er við að endurbyggingin verði að fullu lokið á árinu 2010, en heildarkostnaður við verkið er áætlaður 250-300 milljónir króna miðað við núverandi verðlag og gengi. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana 2010-2012 gerir ráð fyrir liðlega 300 milljón kr. útgjöldum vegna þessara framkvæmda.

Illu heilli komu stjórnvöld ESA dómstólsins í Brussel í veg fyrir aðkomu ríkisins að framkvæmdinni þegar hann lagði af samkeppnisástæðum bann við að 200 milljón kr. tjónabætur væru greiddar til Vestmannaeyjahafnar sem áttu að koma úr Hafnarbótasjóði árið 2008 og Alþingi hafði áður samþykkt.

Eftir sem áður lítur Bæjarstjórn Vestmannaeyja á endurbyggingu upptökumannvirkjanna sem afar mikilvægt atvinnumál í Vestmannaeyjum sem miðar að eflingu þeirra fyrirtækja sem annast þjónustu við sjávarútveginn. Með upptökumannvirkinu eykst þjónusta við meginþorra fiskiskipa í Eyjaflotanum. Þá myndast með slíku mannvirki sóknarfæri fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum að þjónusta skip annarstaðar frá sem munu einnig geta sér notfært sér þessa bættu aðstöðu. Þar sem starfsemi upptökumannvirkja tilheyrir ekki grunnstarfsemi Vestmannaeyjahafnar kallar slíkt á fyrrgreinda aðkomu bæjarsjóðs að endurbyggingunni.

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Ályktunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-7 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 107 frá 21. október sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Innsent erindi frá Hirti Kristjánssyni bæjarfulltrúa V-lista.

Sigurður Hjörtur Kristjánsson segir sæti sínu í bæjarstjórn Vestmannaeyja lausu vegna brottflutnings.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja þakkar Hirti fyrir vel unnin störf sem bæjarfulltrúi og óskað honum velfarnaðar í nýju landi.

Erindið var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.14

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove