Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1424

24.09.2009

Bæjarstjórnarfundur

Fundur verður haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 24. september n.k. kl. 18.00 í Akóges húsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem ritaði fundargerð.

Leitað var eftir því að taka inn með afbrigðum málefni Skattstjórans í Vestmannaeyjum og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

1. mál. Málefni skattstjórans í Vestmannaeyjum.

Ályktun bæjarstjórnar Vestmannaeyja vegna hugmynda um að leggja niður embætti skattstjóra í Vestmannaeyjum:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggst eindregið gegn því að embætti skattstjórans í Vestmannaeyjum verði lagt niður og lítur á hugmyndir þar að lútandi sem árás á landsbyggðina af þeim sem standa ættu vörð um hana. Nái slíkt fram að ganga eru íbúar í Vestmannaeyjum að tapa bæði grunnþjónustu og mikilvægum störfum.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fordæmir þá aðferðarfræði sem gjarnan er gripið til undir merkjum hagræðingar og felst í því að færa hin fáu opinberu störf sem krefjast háskólamenntunar frá Vestmannaeyjum og nær höfuðborginni. Þegar upp er staðið er ekki um hagræðingu að ræða heldur eingöngu tilflutning á útgjöldum af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur skilning á erfiðum ríkisrekstri og afleiðingum af þenslustefnu ríkisins seinustu ár. Á það skal þó minnt að rekstri opinberra stofnanna í Vestmannaeyjum var ekki aukinn í þenslunni. Þenslan var á höfðuborgarsvæðinu og nú þegar kreppir að þarf að draga saman þar en ekki loka fámennum skrifstofum úti á landsbyggðinni sem verða vart opnaðar aftur þegar betur árar. Fitulagið liggur nánast allt á höfuðborgarsvæðinu og þar þarf að skera niður.

Af þeim sökum leggst bæjarstjórn Vestmannaeyja alfarið gegn hugmyndum um einn tollstjóra yfir landið allt, einn skattstjóra, einn lögreglustjóra, einn héraðsdómstóll ofl. Það er enda ekki í anda valddreifingar að völdin færist á fárra hendur og með þessu er ríkið að fara áratugi aftur í tímann.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur þingmenn Suðurlands til að koma í veg fyrir þessi áform og standa vörð um þjónustu í Vestmannaeyjum og annarsstaðar á landsbyggðinni.

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Var ályktunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2874 frá 2. september sl.

Liðir 1 -5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2875 frá 22. september sl.

Liðir 1, 2, 4, 5, 7, 9,10 g 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 6, 8 og 11 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 47 frá 29. júlí sl.

Liðir 1 – 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 48 frá 19. ágúst sl.

Liðir 1 – 6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundagerð almannavarnarnefndar frá 25. ágúst sl.

Fundargerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 49 frá 26. ágúst sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvðæðum.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 70 frá 26. ágúst sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 4 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 104 frá 26. ágúst sl.

Liðir 1 – 7 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 211 frá 3. september sl.

Liðir 1 – 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

.

 1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 212 frá 10. september sl.

Liðir 1 – 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 105 frá 16. september sl.

Liðir 1 – 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 71 frá 16. september sl.

Liðir 1 – 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

.

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 50 frá 17. september sl.

Liðir 1 –5 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða. atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sex atkvæðum.

Guðlaugur Friðþórsson sat hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 1. Fundagerð fræðslu- og menningarráðs nr. 213 frá 22. september sl.

Liðir 1 – 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19:00

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign


Jafnlaunavottun Learncove