Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1423

30.07.2009

Bæjarstjórnarfundur Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 30. júlí kl. 11.00 í fundarsal Ráðhússins. Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi. Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sem ritaði fundargerð. 1. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2873 frá 28. júlí sl.

Liðir 1, 2, 4-8 og 10 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum..Liðir 3 og 9 liggja fyrir til kynningar. Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 69. frá 28. júlí sl.

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum. 2. mál nr. 200907051. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2010-1012-SÍÐARI UMRÆÐA- Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar fór yfir helstu tölur verklegra framkvæmda þriggja ára áætlunar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2010-2012. Áætlunin var samþykkt með sex atkvæðum. Guðlaugur Friðþórsson sat hjá. Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 11.15 Elliði Vignisson (sign)Guðlaugur Friðþórsson (sign)Gunnlaugur Grettisson (sign)Kristín Jóhannsdóttir (sign)Páley Borgþórsdóttir (sign)Páll Marvin Jónsson(sign)Páll Scheving Ingvarsson (sign)