Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1422

23.07.2009

Bæjarstjórn Vestmannaeyja
1419. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 20. maí 2009
kl. 19.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.
Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sem ritaði fundargerð.

Áður en gengið var til auglýstrar dagskrár var leitað afbrigða til að taka fundargerð bæjarráðs nr. 2869 og fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 65 en báðir fundirnir voru haldnir fyrr í dag og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá

1. mál nr. 200903094 Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2008
-SÍÐARI UMRÆÐA-

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2008:
Heildartekjur kr. 2.532.604.000
Heildargjöld kr. 2.069.945.000
Afskriftir kr. 26.739.000
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 435.920.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 6.772.646.000
Eigið fé ( jákvætt) kr. 3.563.374.000


b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2008:
Heildartekjur kr. 317.725.958
Heildargjöld kr. 356.540.119
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -38.814.161
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.120.226.483
Eigið fé kr. 536.459.026


c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2008:
Heildartekjur kr. 46.519.673
Heildargjöld kr. 179.588.839
Rekstrarniðurstaða (- tap) kr. -133.069.166
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 268.560.000
Eigið fé ( - neikvætt) kr. 1.003.143.308


d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2008:
Heildartekjur kr. 48.318.196
Heildargjöld kr. 27.734.102
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 20.584.094
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 247.919.648
Eigið fé kr. 104.047.302


e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2008:
Heildartekjur kr. 276.327.019
Heildargjöld kr. 243.100.312
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 33.226.707
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 126.147.641
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -32.700.422


f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2008:
Heildartekjur kr. 77.088.512
Heildargjöld kr. 71.294.342
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 5.794.170
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 93.882.915
Eigið fé kr. 91.639.695


g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2008:
Heildartekjur kr. 25.464.291
Heildargjöld kr. 29.277.860
Rekstrarniðurstaða (-tap) kr. -3.813.569
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 9.135.074
Eigið fé kr. 9.135.074


h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2008:
Heildartekjur kr. 115.061.662
Heildargjöld kr. 104.727.973
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 10.333.689
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 80.136.826

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2008 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr. 200902054 Umræða um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja og aðkomu Vestmannaeyjabæjar að sjóðnum.
Að gefnum neðangreindum skilyrðum samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að kaupa stofnfé að fjárhæð kr. 100.000.000 - í Sparisjóði Vestmannaeyja. Kaupin eru séð sem hluti af fjárstýringu bæjarsjóðs og skal greiðslan færast af fjárfestingarsjóðum bæjarfélagsins og hefur hún því ekki áhrif á þjónustustig Vestmannaeyjabæjar og kallar ekki á hagræðingaraðgerðir.
Skilyrðin sem bæjarstjórn setur fyrir aðkomu eru:
1. Ríkissjóður kemur að stofnfjáraukningu í sjóðnum í samræmi við 2. gr. laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
2. Stofnfjárfundur ítrekar með yfirlýsingu þá áætlan að Sparisjóður Vestmannaeyja verði rekinn sem sjálfstæð eining innan samfélags Sparisjóða með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum.
3. Sparisjóður Vestmannaeyja samþykkir að hlutast til um að öllum bæjarbúum verði gefið tækifæri á að kaupa hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja á nafnverði fyrir allt að 50 milljónum.
Elliði Vignisson (sign)
Guðlaugur Friðþórsson (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson(sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)
Stefán Jónasson (sign)
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum, Páll Marvin Jónsson hafði vikið af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

3. mál nr. 200904049 Starfsmannaráðningar í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.
Bókun fulltrúa V-listans
Ráðning forstöðumanns.
Undirritaðir fulltrúar V-listans vilja benda á eftirfarandi. Í 69. gr. fimmta kafla bæjarmálasamþykktar segir "bæjarstjórn ræður starfsmenn í helstu stjórnunarstöður s.s. framkvæmdastjóra fagsviða og yfirmenn stofnana og veitir þeim lausn frá störfum, nema á annan veg sé mælt í lögum og reglugerðum".Í viðmiðunarreglum sem samþykktar voru í bæjarráði þann 10. september s.l. segir "framkvæmdastjórar leggja ráðningasamninga yfirmanna stofnana fyrir viðkomandi fagráð til samþykktar"
Ráðning umsjónarmanns. Nýtt starf.
Í kaflanum Aukning við stöðugildi stofnunar í viðmiðunarreglum sem samþykktar voru í bæjarráði miðvikudaginn 10. september s.l. og síðar staðfest af bæjarstjórn segir:
Öllum þeim sem sjá um ráðningar f.h. bæjarins ber að hafa eftirfarandi í huga við ráðningarferli þegar breytingar eru gerðar á starfsmannahaldi, þ.e. ef auka á við stöðugildi stofnunarinnar. Senda skal beiðni um heimild til ráðningar til bæjarráðs.
Erindinu skal fylgja stutt greinargerð þar sem fram skal koma:
a. Starfsheiti og starfskröfur.
b. Hvort verið sé að auka við starfshlutfall stofnunarinnar eða hvort verið sé að breyta starfsfyrirkomulagi hjá starfsmönnum.
c. Stutt verklýsing á starfinu.
Ekkert af þessu var virt við ráðningu í starf umsjónarmanns.
Það er í raun sláandi að gengið hafi verið á svig við þær reglur sem gilda um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ, sérstaklega vegna þess að meðal umsækjenda um þessi störf voru einstaklingar nátengdir yfirmönnum og bæjarfulltrúum. Einstaklingar sem fyrir handarbaksvinnubrögð gætu að ósekju eignast tortryggð bæjarbúa. Það er ekki gott nesti í nýtt starf. Það er heldur alls ekki gott að fela undirmanni að taka afstöðu til starfsumsókna þar sem meðal umsækjenda eru aðilar nátengdir yfirmanni.
Fulltrúar V- listans hvetja til vandaðra vinnubragða. Vinnubragða sem hafin eru yfir allan vafa. Vinnubragða sem virða einstaklinga, hvort sem þeim er hafnað eða hampað.
Fulltrúar V-listans geta ekki stutt vinnubrögð af þessu tagi.
Guðlaugur Friðþórsson(sign)
Kristín Jóhannsdóttir (sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Bókun D-lista:
Starfsmannamál eru einn viðkvæmasti þátturinn í rekstri hverrar stjórnsýsluheildar. Hjá Vestmannaeyjabæ starfa um 550 manns á hverju ári. Vestmannaeyjabær hefur á yfirstandandi kjörtímabili lagt ríka áherslu á að traust og trúnaður sé milli stjórnenda og starfsmanna bæjarins. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að ferlar í starfsmannamálum séu gagnsæir og heiðarlegir. Í því sjónarmiði hefur til að mynda í fyrsta skipti verið innleidd starfsmannastefna og sérstakar viðmiðunarreglur í öllu því er lítur að starfsmannamálum.
Dylgjur og aðdróttanir minnihlutans eiga ekkert skylt við hagsmuni Vestmannaeyjabæjar og þá síður hagsmuni starfsmanna. Þar ræður það eitt að nú styttist í kosningar og minnihlutinn farinn að seilast langt í leit að leiðum til að tortryggja störf Vestmannaeyjabæjar. Hvað varðar ráðningar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þá er því vísað til föðurhúsanna að ekki hafi verið beitt sömu verkferlum og við aðrar ráðningar.
Störfin voru auglýst og hæfustu starfsmennirnir ráðnir. Ráðningasamningar koma svo til kynningar í bæjarráði eftir að starfsmenn hafa skrifað undir þá. Ferlið er nákvæmlega eins og vísað er til starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar. Störfin voru auglýst, framkvæmdastjóri réð þá sem hann taldi hæfasta, ráðningasamningar voru kynntir í bæjarráði.
Dylgjur um að staða umsjónarmanns sé óþörf er hreint fáránleg. Fyrir það fyrsta liggur fyrir að ekki er verið að fjölga stöðugildum við Íþróttamiðstöðina heldur er um innanhússbreytingar að ræða og tilflutning á stöðugildum. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru þegar meðvitaðir um hversu mikil breyting er að verða á rekstri sundlaugarinnar. Þegar forstöðumaður var ráðinn í upphafi var eitt laugarker og einn íþróttasalur. Íþróttasalirnir verða nú þrír auk laugarkers, fjögurra vatnsrennibrauta, tveggja heitra potta, stórrar setlaugar, leiklaugar, nuddpotta, ljósabekkja og ýmislegt fleira. Allri þessari aukningu verður nú mætt með hlutastöðu umsjónarmanns og er það sama leið og til að mynda hefur verið farin á Seltjarnarnesi. Meirihlutinn vill einnig benda á að verði svigrúm hjá nýráðnum forstöðumanni til að bæta við sig verkefnum er vilji fagráðsins sá að kanna hvort að viðkomandi starfsmaður geti tekið hluta af þeim verkefnum sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hafði áður á sinni könnu.
Meirihluti bæjarstjónar hvetur minnihlutann til að nálgast málefni Vestmannaeyjabæjar áfram af þeirri ábyrgð sem þeir hafa sýnt á kjörtímabilinu jafnvel þótt nú styttist í kosningar.
Elliði Vignisson (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson (sign)

4. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:
Bæjarráð

a. Fundargerð bæjarráðs nr. 2868 frá 5. maí sl.
Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 3 - 6 lágu fyrir til staðfestingar og þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
liður 7 liggur fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð
b. Fundargerð framkvæmda - og hafnarráðs nr. 64 frá 23. apríl sl.
Liðir 1 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 4 lá fyrir til kynningar.

c. Fundargerð fjölskyldu - og tómstundaráðs nr. 42 frá 29. apríl sl.
Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1, 3 og 5 - 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.
Liður 2 lá fyrir til kynningar.

d. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 98 frá 29. apríl sl.
Liðir 1 - 13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

e. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 43 frá 12. maí sl.
Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

f. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 99 frá 13. maí sl.
Liðir 1 -10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

g. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 207 frá 14. maí sl.
Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atvæðum.
Liðir 1 - 4 og 6 - 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

h. Fundargerð bæjarráðs nr. 2869 frá 20. maí sl.
Liður 2 var til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.
Liðir 1 og 3 - 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

i. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 65 frá 20. maí sl.
Liður 1 - 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

j. Fundargerð almannavarnarnefndar lá fyrir til staðfestingar.
Var fundargerðin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 21.07

Elliði Vignisson (sign)
Guðlaugur Friðþórsson (sign)
Gunnlaugur Grettisson (sign)
Kristín Jóhannsdóttir (sign)
Páley Borgþórsdóttir (sign)
Páll Marvin Jónsson(sign)
Páll Scheving Ingvarsson (sign)


Jafnlaunavottun Learncove