Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1420

25.06.2009

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 25. júní 2009 kl. 18.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem ritaði fundargerð.

1.mál nr. 200904049. Umfjöllun um verkferla við ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ og samræmingar starfsreglna.

Tillaga:

Fyrir liggur að verkferlar þeir sem samþykktir hafa verið af bæjarstjórn og varða ráðningar á starfsmönnum eru óskýrir. Verkferlar sem kveðið er á um í bæjarmálasamþykkt, verklagsreglum og starfsmannastefnu stangast hver á við annan og valda þar með óvissu hjá þeim er annast ráðningar. Slíkt veldur öllum óþægindum og eykur hættu á misklíðum sem skýrir verkferlar kunna að koma í veg fyrir.

Bæjarstjórn felur Elliða Vignissyni og Páli Scheving Ingvarssyni að vinna að samræmingu þessara verkferla sem í framhaldinu verða lagðir til samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2870 frá 2. júní sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4 og 5 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2871 frá 16. júní sl.

Liðir 1, 2, og 5 – 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 4 og 8 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 100 frá 26. maí sl.

Liðir 1 – 12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 44 frá 29. maí sl.

Liðir 2, 3, 7, 9, 11 -14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 10 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 4, 5, 6 og 8 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 66 frá 3. júní sl.

Liðir 1-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 208 frá 9. júní sl.

Liðir 1 og 4 – 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sex atkvæðum.

Kristín Jóhannsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 101 frá 11. júní sl.

Liður 1 – 17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 67 frá 16. júní sl.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa liðnum aftur til ráðsins vegna formgalla.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 45 frá 16. júní sl.

Liðir 2 – 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerðir almannavarnarnefndar frá 18 og 19 júní sl. liggja fyrir til

samþykktar og voru þær samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 18:27

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)