Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1417

22.04.2009

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja miðvikudaginn 22. apríl 2009

kl. 18.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn.

Fundargerð ritaði Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar.

Dagskrá

1. mál nr. 200904045. Lokun skurðstofu við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.

Eftir líflegar umræður um málið var eftirfarandi ályktun borin upp til samþykktar:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja harmar þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að skammta fé það naumt til reksturs Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja að eina leiðin til að ná utan um rekstur hennar sé að loka skurðstofu stofnunarinnar í 6 vikur í sumar.

Bæjarstjórn lýsir ábyrgð þessarar ákvörðunar alfarið til ráðherra og varar við þeim skelfilegu afleiðingum sem hún kann að hafa. Enn og aftur skal minnt á sérstöðu Vestmannaeyja hvað varðar atvinnuhætti og landfræðilega legu.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur þegar fjallað um þetta mál og komið skoðun sinni til ráðherra. Á sameiginlegum fundi með bæjarstjórn Vestmannaeyja og fulltrúum Heilbrigðisstofnunar fyrir fáeinum vikum kvaðst ráðherra hafa fullan skilning á sjónarmiðum heimamanna og tekið yrði tillit til þeirra í sparnaðaraðgerðum. Síðan þá hafa fregnir borist af því að ákvörðun um lokun skurðstofu í öðrum bæjarfélögum hafi verið dregin til baka. Slíku láni eiga íbúar í Vestmannaeyjum ekki að fagna.

Bæjarstjórn bendir einnig á að nú þegar hafa hundruðir Eyjamanna skrifað undir undirskriftalista með svohljóðandi forskrift:

,,Í sumar stendur til að loka skurðstofunni í Vestmannaeyjum í um einn og hálfan mánuð. Með þeirri ákvörðun stjórnvalda verður nauðsynleg þjónusta skert til muna og öryggi bæjarbúa lagt í hættu. Sem dæmi þurfa barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra að gera sérstakar ráðstafanir til þess að eiga börn sín í Reykjavík, leigja sér íbúð með tilheyrandi kostnaði eða vera upp á aðra komnar þar á þessum tímamótum í lífi sínu.“

Undirskriftalista þessum hefur þegar verið skilað til ráðherra sem kvaðst myndi skoða málið enn frekar.

Bæjarstjórn tekur undir hvert orð í forskrift undirskriftalistans og hvetur ráðherra til að tryggja Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja nægt fé til reksturs þessa hornsteins í öryggi Vestmannaeyinga og þeirra þúsunda sem heimsækja Vestmannaeyjar á þeim vikum sem hér um ræðir.

Var ályktunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál nr. 200904049 Umræða um starfsmannahald hjá Vestmannaeyjabæ.

2. mál nr. 200901094. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2867 frá 14. apríl sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum..

Liðir 5-6 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundarráðs nr. 40 frá 25. mars sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru samþykktir með sjö samhljóða atvkæðum.

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 204 frá 25. mars sl.

Liðir 1 -2 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 205 frá 2. apríl sl.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-5, 7-8 og 10-12 lágu fyrir til staðfestingar og voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 9 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 63 frá 6. apríl sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til staðfestingar og var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 97 frá 8. apríl sl.

Liður 8 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-7 og 9-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 41 frá 15. apríl sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.55

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)


Jafnlaunavottun Learncove