Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1410

23.10.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1413. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 18. desember 2008

kl. 18.00 í Akóges húsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. mál. Tillaga vegna álagningar útsvars fyrir árið 2009

Fyrir liggur svohljóðandi tillaga vegna álagningar útsvars árið 2009:

Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2009 verði hækkað í 13,28% skv. stjónarfrumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum þingskjal 357, mál nr. 243.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2859 frá 2. desember sl.

Liðir 1,2 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhjóða atkvæðum.

Liðir 5-7 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2860 frá 16. desember sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 6-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3-5, 9 og 10 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

c. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 56 frá 3. desember sl.

Liðir 1 – 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

d. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 33 frá 4. desember sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

e. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 92 frá 10. desember sl.

Liðir 1-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

f. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 34 frá 10. desember sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

g. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 57 frá 12. desember sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar.

Tillaga bæjarstjórnar af afgreiðslu á lið 2:

Í samræmi við útboðsskilmála fjölnota íþróttahúss sem boðið var út og opnuð 11. nóv. samþykkir bæjarstjórn að taka lægsta tilboði í stækkanlegt hús. Um er að ræða tilboð Steina og Olla að upphæð 349.929.966 kr. mv. gengi Evru 156. Um er að ræða stækkanlegt hús í málunum 60 x 75 m með bogahvolfþaki úr stáli.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra ennfremur að leita eftir samningum við lægstbjóðanda um breytingar á verkáætlun og framkvæmdafyrirkomulagi þannig að ekki komi til framkvæmda sem bera fyrst og fremst kostnað í erlendri mynt í núverandi efnahagsumhverfi.

Í samræmi við áherslur bæjarstjórnar í verklegum framkvæmdum felur bæjarstjórn bæjarstjóra einnig að leita allra leiða til að haga framkvæmdum þannig að efnisval og verkhættir leiði til mannaflsfrekrar framkvæmdar.

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 200 frá 16. desember sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2009

- S Í Ð A R I U M R Æ Ð A -

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á fjárhagsáætluninni milli fyrri og seinni umræðu.

Var nú gengið til atkvæða:

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2009:
Tekjur alls kr. 2.407.381.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.598.921.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 283.933.000
Veltufé frá rekstri kr. 486.792.000
Afborganir langtímalána kr. 12.133.000
Handbært fé í árslok kr. 3.723.752.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2009:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 81.513.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, tap kr. 6.806.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 3.919.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 57.450.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap 161.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 9.357.000
Veltufé frá rekstri 57.566.000
Afborganir langtímalána kr. 88.359.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2009:
Tekjur alls kr. 3.097.283.000
Gjöld alls kr. 3.320.446.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 97.333.000
Veltufé frá rekstri kr. 544.358.000
Framkvæmdir og sérstök verkefni kr. 519.919.000
Afborganir langtímalána kr. 209.692.000
Handbært fé í árslok kr. 3.723.752.000

Voru þessar niðurstöður samþykktar með 7 samhjóða atkvæðum.

4. mál. Kosning skoðunarmanns Vestmannaeyjabæjar

Tillaga:

Jóhann Pétursson verði eftirmaður Jóns Haukssonar sem lést þann 6. júní sl.

Var tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.46

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Rut Haraldsdóttir (sign)