Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1409

25.09.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1409. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 25. september 2008

kl. 18.00 í Akógeshúsinu við Hilmisgötu.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur framkvæmdastjóra, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál. Niðurstöður ánægjuvogar Capacent

Bæjarstjórn fjallaði um niðurstöður ánægjuvogar Capacent þar sem mæld voru viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og annarra þátta. Bæjarstjórn fagnar niðurstöðunum en samkvæmt þeim svara 91.8% aðspurðra að þeir séu ánægðir með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Einungis 1,2% kváðust óánægðir. Þar með eru íbúar Vestmannaeyja meðal þeirra ánægðustu í landinu.

Vestmannaeyjar verma nú fjórða sætið af þeim 15 sveitarfélögum sem mæld voru og er hið eina af 6 efstu sem falla utan þenslusvæðis höfðuborgarinnar.

Bæjarstjórn telur niðurstöðurnar í samræmi við þann kraft og þá djörfung sem íbúar og atvinnulíf hefur sýnt seinustu tvö ár. Þá er einnig hverjum degi ljósara að niðurstöðurnar eru fyrst og fremst stór rós í hnappagat starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjórn vekur einnig athygli á því hversu undarlega háttar þegar íbúum í Vestmannaeyjum fækkar þegar þeir mælast meðal þeirra ánægðustu í landinu. Slíkt telur bæjarstjórn merki um að vitlaust sé gefið. Bæjarstjórn spyr því hvert sé hið raunverulega frelsi til búsetu þegar ánægðustu íbúar landsins flytja frá Vestmannaeyjum í bæjarfélag á suðvesturhorninu þar sem ánægjan er umtalsvert minni? Það er það sem öðru fremur viðheldur straumi á suðvesturhornið er opinber uppbygging á því svæði. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands til að standa vörð um landsbyggðina og setja frelsi til búsetu efst á lista forgangsröðunar í byggðamálum.

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

2. mál. Starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær er einn stærsti atvinnurekandinn í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn vill axla þá ábyrgð sem slíku fylgir og leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að aukinni þjónustu við bæjarbúa verður áfram að byggja upp og viðhalda aðlaðandi vinnustöðum, starfsánægju og góðu starfsumhverfi. Það er viðhorf bæjarstjórnar að það sé ekki síst starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri bæjarfélagsins.

Með slíkt í huga hefur Vestmannaeyjabær nú unnið starfsmannastefnu.

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna og felur bæjarstjóra að sjá til þess að stefnan verði kynnt fyrir starfsmönnum áður en hún fer til annarrar dreifingar.

3. mál. Jafnréttisáætlun Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja grundvallar starf sitt á jöfnum rétti allra bæjarbúa. Í nútímasamfélagi er starf að jafnrétti karla og kvenna víðfeðmur málaflokkur sem getur haft mikil áhrif. Vestmannaeyjabær er stór atvinnurekandi og jafnframt sá aðili sem veitir fjölskyldum og íbúum margháttaða grunnþjónustu sem miklu ræður um lífskjör. Því hyggst bæjarstjórn með skipulögðu jafnréttisstarfi vinna út frá jafnréttistefnu hvað varðar kjör og starfsaðstæður starfsmanna, sem og þjónustu og lífsgæði íbúanna.

Jafnréttisstefna sú sem hér er lögð fram er liður í því að efla allt jafnrétti í Vestmannaeyjum og er það trú bæjarstjórnar að hún verði farvegur fyrir jafnréttis og umbótaverkefni sem snert geta nær öll svið sveitarfélagsins

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna og felur bæjarstjóra að sjá til þess að stefnan verði kynnt fyrir starfsmönnum áður en hún fer til annarrar dreifingar.

4. mál. Innkaupareglur Vestmannaeyjabæjar

Þekking, aðferðir og tilhögun við innkaup Vestmannaeyjabæjar skipta miklu um þann árangur sem næst á þessu sviði. Með það að markmiði að skapa traust og áreiðanlegt umhverfi í innkaupum er innkaupastefna nú lögð fyrir bæjarstjórn til umræðu og samþykktar. Innkaupastefnan nær til allra stofnana Vestmannaeyjabæjar. Stefnan markar jafnframt áherslur og markmið í innkaupum sveitarfélagsins. Í stefnunni er lögð áhersla á framkvæmd innkaupa, þannig að tryggt verði að öll innkaup Vestmannaeyjabæjar séu hagkvæm, opin, ábyrg og sanngjörn.

Framkvæmd innkaupa fylgir ábyrgð þar sem verið er að ráðstafa fjármunum bæjarbúa og því hvílir skylda varðandi meðferð þessara fjármuna á þeim sem bera ábyrgð á og

framkvæma innkaupin. Bæjarstjórn telur mikilvægt að stjórnendur séu ætíð meðvitaðir um kostnað einstakra verkefna í rekstrinum og leiti ávallt hagkvæmustu leiða við innkaup og er innkaupastefnan leiðbeining fyrir stjórnendur og starfsmenn. Jafnframt gerir hún kröfur um að farið sé að settum leikreglum.

Hornsteinn innkaupastefnunnar er bestu kaup þ.e. besta mögulega niðurstaða að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings.

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna og felur bæjarstjóra að sjá til þess að stefnan verði kynnt fyrir starfsmönnum áður en hún fer til annarrar dreifingar.

5. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2851 frá 29. júlí sl.

Liðir 1-4,6 og 7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir staðfestir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 5 og 8 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2852 frá 7. ágúst sl.

Liðir 1, 2 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2853 frá 19. ágúst sl.

Liðir 3 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1, 2 og 5 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2854 frá 10. september sl.

Liðir 1 og 2 og 5-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 8-13 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 50 frá 23. júlí sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 85 frá 23. júlí sl.

Liðir 1-14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 24 frá 20. ágúst sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum .

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 51 frá 20. ágúst sl.

Liðir 1 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum, einn bæjarfulltrúi var fjarverandi, mótatkvæðalaust.

Liðir 2 og 3 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 196 frá 21. ágúst sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum, einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 86 frá 21. ágúst sl.

Liðir 1 og 2 og 4-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 87. frá 3. september sl.

Liðir 1-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 52 frá 10. september sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð fræðslu- og menningarráðs nr. 197 frá 11. september sl.

Liðir 1-9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 53 frá 16. september sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 26 frá 17. september sl.

Liðir 1-5, 8 og 9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum

Liður 7 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 88 frá 19. september sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 10. sept. sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til kynningar.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.44

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)