Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1408

17.07.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1408. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 17. júlí 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rut Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.mál Umræða um málefni Surtseyjar.

Bæjarstjórn fjallaði um skráningu Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að óska eftir því að framtíðarsýn ríkisyfirvaldsins hvað Surtsey og Surtseyjarstofu varðar verði lögð fram með skýrum hætti. Ennfremur telur bæjarstjórn mikilvægt að öll lög, reglugerðir og starfshættir sem Eyjuna varða verði endurskoðaðir og yfirfarnir með skráningu hennar á heimsminjaskrá UNESCO í huga. Meginmarkmið slíkrar endurskoðunar og yfirferðar ætti að vera að tryggja að Surtsey sé umgengin af þeirri virðingu sem hún á skilið sem hluti af Vestmannaeyjum og einstakt náttúruverndarsvæði. Ennfremur vill bæjarstjórn Vestmannaeyja auka umsvif ferðaþjónustuaðila og vísindastarfs í tengslum við Eyjuna í Vestmannaeyjum. Þá er það einnig ósk bæjarstjórnar að forræði Eyjamanna sjálfra yfir þessari yngstu Eyju í Vestmannaeyjaklasanum verði aukið.

Með þetta í huga óskar Vestmannaeyjabær eftir því að stofnaður verði starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins í þessum tilgangi. Óskað er eftir því að þar sitji fulltrúar Vestmannaeyjabæjar, Surtseyjarstofu, nefndar um heimsminjaskrá auk fulltrúa umhverfisráðuneytisins og umhverfisstofnunar.

Greinagerð

Heimsminjanefnd UNESCO samþykkti á fundi sínum 7. júlí í Québec í Kanada að setja Surtsey á heimsminjalistann á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyjunnar. Eru Vestmannaeyjar þar með fyrsti staðurinn á Íslandi sem fær viðurkenningu sem einstakt náttúrulegt undur sem þarf að vernda og gera hátt undir höfði með öllum tiltækum ráðum.

Heimsminjasamningur UNESCO frá árinu 1972 fjallar um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins. Menntamálaráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd samningsins fyrir Íslands hönd. Það hefur jafnframt umsjón með menningararfinum en umhverfisráðuneytið sér um náttúruminjar og náttúruvernd. Um leið er það óumdeilanlegt að Surtsey er hluti af Vestmannaeyjaklasanum og á forræði sveitarfélagsins sem slíkt rétt eins og aðrir hlutar sveitafélagsins.

Um leið og bæjarstjórn Vestmannaeyja metur mikils þau sóknarfæri sem slíkri viðurkenningu fylgja þá er hún einnig meðvituð um þá ábyrgð sem slíku fylgir. Með það í huga vill bæjarstjórn vanda áfram til verka í yfirvegaðri notkun og verndun náttúru Vestmannaeyjaklasans og þá ekki síst Surtseyjar.

Staðir á heimsminjaskránni draga gjarnan að aukinn fjölda ferðamanna þannig að mikilvægi viðkomandi staða eykst í þjóðhagslegu tilliti. Heimsminjaskráin er talin vera afar öflugt tæki til minja- og náttúruverndar ekki síður en til uppbyggingar vandaðrar ferðaþjónustu í hverju landi.

Vestmannaeyjabær hefur nú kynnt framtíðarsýn sína hvað varðar uppbyggingu á safna og menningarstarfi með stefnunni: “Söfn og menning í Vestmannaeyjum, heill heimur út af fyrir sig”. Engum dylst að hugmyndir ríkisins um Surtseyjarstofu og flutning á sýningunni: “Surtsey, Jörð úr ægi” falla vel að hugmyndum Vestmannaeyjabæjar um gosminjasafnið Eldheima. Nú þegar stefnt er að byggingu Eldheima er afar brýnt að framtíðarsýn ríkisyfirvalda hvað Surtseyjarstofu varðar liggi fyrir og leitað verði leiða til að aðlaga slík áform að hugmyndum heimamanna.

Á sama hátt ber að ígrunda hvert hlutverk Surteyjarstofu verður í almennri stjórnsýslu og verklagi við verndun og stjórnun Surtseyjar og hvaða leiðir verða farnar til að samþætta þarfir vísindamanna, heimanna og ferðaþjónustu.

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Stefán Jónasson (sign)

Greinagerðin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

2 mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2850 frá 3. júlí sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð umhverfis-og skipulagsráðs nr. 84 frá 2. júlí sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðum og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 12 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 23 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Guðlaugur Friðþórsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Liðir 1, 3-11 og 13- 22 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. nr. 49 frá 3. júlí sl.

Liðir 1-2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs nr. 23 frá 8. júlí sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.17

Elliði Vignisson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson(sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Stefán Jónasson (sign)