Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1407

30.06.2008

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja mánudaginn 30. júní 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundinum.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur sem ritaði fundargerðina.

Dagskrá:

1. mál. Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara.

a. Gunnlaugur Grettisson var kosinn forseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða akvæðum.

b. Elliði Vignisson var kosinn varaforseti bæjarstjórnar með sjö samhljóða atkvæðum.

c. Skrifarar bæjarstjórnar voru kosnir Kristín Jóhannsdóttir og Páley Borgþórsdóttir með 7 samhljóða atkvæðum.

2. mál. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar.

a. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir til eins árs:

1. Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páley Borgþórsdóttir, formaður Gunnlaugur Grettisson

Páll Scheving Ingvarsson Stefán Jónasson

Páll Marvin Jónsson Arnar Sigurmundsson

Ofangreindir nefndarmenn voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. Fjölskyldu- og tómstundaráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páll Marvin Jónsson, formaður Helga Björk Ólafsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir, varaformaður Guðrún Erlingsdóttir

Sigurhanna Friðþórsdóttir Rúnar Þór Karlsson

Jarl Sigurgeirsson Margrét Bjarnadóttir

Hafdís Sigurðardóttir Kristín Valtýsdóttir

Ofangreindir nefndarmenn voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. Fræðslu- og menningarráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Páley Borgþórsdóttir, formaður Egill Arngrímsson

Páll Scheving Ingvarsson, varaform. Björgvin Eyjólfsson

Elsa Valgeirsdóttir Valur Bogason

Gunnar Friðfinnsson Margrét Rós Ingólfsdóttir

Díanna Þ. Einarsdóttir Steinunn Jónatansdóttir

Ofangreindir nefndarmenn voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

4. Umhverfis- og skipulagsráð, 5 aðalmenn og 5 til vara.

Aðalmenn: Varamenn:

Gunnlaugur Grettisson, formaður Valgeir Arnórsson

Kristín Jóhannsdóttir, varaformaður Björgvin Eyjólfsson

Friðbjörn Ó. Valtýsson Gunnar Árnason

Hörður Óskarsson Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Drífa Kristjánsdóttir Jenný Jóhannsdóttir

Ofangreindir nefndarmenn voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

5. Framkvæmda- og hafnarráð

Aðalmenn: Varamenn:

Arnar Sigurmundsson, formaður Stefán Friðriksson

Guðlaugur Friðþórsson, varaformaður Sigurjón Ingvarsson

Stefán Ó. Jónasson Skæringur Georgsson

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir Arnar Richardsson

Jón Árni Ólafsson Gunnar K. Gunnarsson

Ofangreindir nefndarmenn voru samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Tillaga að breytingu á lundaveiðitímabilinu 2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að eftirfarandi reglur verði viðhafðar varðandi nytjar á lunda í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vestmannaeyjum á undanförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum.

Reglur um nytjar á lunda í Vestmannaeyjum

fyrir veiðitímabilið 2008

1. grein
Lundaveiðar verða heimilaðar á tímabilinu frá 10 júlí til og með 31. júlí 2008. Ákvörðun um framhald veiða verður tekin í kjölfarið á fundi Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldin verður 27. júlí og í samráði við Náttúrustofu Suðurlands.

2. grein
Öllum veiðimönnum og veiðifélögum er skylt að skila veiðitölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins, eigi síðar en 1. september 2008.

3. grein
Allur afli skal vera aðgengilegur vísindamönnum hjá Náttúrustofu Suðurlands til aldursgreiningar og rannsóknar.

4. grein
Veiði á heimalandinu verður bönnuð með öllu nema í gegnum veiðifélög sem hafa umsjón og eftirlit með veiðunum og greiði gjald fyrir nytjarétt líkt og önnur úteyjarfélög.

5. grein
Í almenningi, Sæfjalli, geta allir veitt sem hafa veiðikort. Veiðimenn sem veiða í almenningi ber að skila aflatölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. Ekki þarf að vera meðlimur í sérstöku veiðifélagi til að mega stunda veiðar í almenningi.

6. grein
Þau félög sem ekki fylgja þessum reglum missa veiðiréttinn og verður sagt upp leigu á nytjarétti á viðkomadi svæði eða eyju.

7. grein
Þeir einstaklingar sem ekki fylgja reglum er varða veiðar í almenningi (sbr. 5. grein) munu ekki fá heimild til að stunda veiðar á ný.

Reglurnar gilda fyrir veiðitímabilið 2008 og verða þær endurskoðaðar fyrir næsta veiðitímabil með hliðsjón af reynslunni í ár.

Greinargerð

Á opnu málþingi um ástand lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar sem haldið var á vegum Náttúrustofu Suðurlands þann 20. apríl sl. komu fram miklar áhyggjur af lundastofninum í Vetsmannaeyjum. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunnar bendir allt til þess að vöntun á 0 grúpu síli, sem er uppistaðan í fæðu pysjunnar fyrstu vikuna eftir klak, hafi leitt til þess að varpárangur lundastofnsins við Vestmanneyjar hefur misfarist á undanförnum árum. Veiðistofninn samanstendur af tveggja til fjögurra ára gömlum fugli og miðað við varpárangurinn undanfarin ár má ætla að veiðistofninn í ár verði með minnsta móti.

Á fundi Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldinn var þann 13. maí sl. var samþykkt að stytta veiðitímabilið í ár og jafnframt hvatti félagið veiðimenn til þess að halda veiðinni í lágmarki og láta lundann njóta vafans.

Tillaga bæjarstjórnar Vestmannaeyja fer að fullu eftir ráðgjöf Bjargveiðifélagsins varðandi styttingu veiðitímabilsins en til þess að allir sitji við sama borð telur bæjarstjórn Vestmannaeyja nauðsynlegt að setja einnig ofangreindar reglur um nytjarétt á heimalandinu.

Lundaveiði er mikilvægur hluti af menningu Vestmannaeyja og því telur bæjarstjórn Vestmanneyja nauðsynlegt að bregðast við til að sporna við frekari minnkun lundastofnsins í Vestmannaeyjum og um leið auka líkur á sjálfbærri nýtingu stofnsins um ókomin ár.

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)

4. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2849 frá 26. júní sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 8-9 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. nr. 48 frá 25. júní sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.07

Elliði Vignisson (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Stefán Ó. Jónasson (sign.)