Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1406

19.06.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1406. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 19. júní 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Samþykkt var að Páley Borgþórsdóttir stýrði fundi og að Margrét Rós Ingólfsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir væru skrifarar.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur staðgengils bæjarstjóra og Fjólu Margrétar Róbertsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Leitað var afbrigða til að taka fundargerð fjölskylduráðs nr. 22 frá 18. júní sl. á dagskrá.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum og verður fundargerðin tekin fyrir sem mál 3 f. hér síðar á fundinum.

Forseti veitti leyfi til umræðu á 1. og 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. júní síðastliðinn.

1. Mál. Umræða í tilefni af kvennadeginum.

Tillaga:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Alþingi að afnema lög nr. 53 frá 1972 um orlof húsmæðra. Lög um að orlofsnefndir skipuleggi orlof húsmæðra hver í sínu umdæmi og sjái um rekstur orlofsheimila á kostnað bæjarins þykja tímaskekkja. Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur gildandi lög um húsmæðraorlof ekki vera í anda jafnréttis enda taka þau einungis til kvenna. Bæjarstjórn leggur það jafnframt til ef lögin verða afnumin að fjármagni því sem varið hefur verið í orlofsferðir samkvæmt lögunum verði varið til jafnréttismála í Vestmannaeyjum.

Páley Borgþórsdóttir

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

Ályktun:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að hafa jafnrétti að leiðarljósi í störfum sínum og hvetur einstaklinga og fyrirtæki í Vestmannaeyjum að gera slíkt hið sama. Unnið er að starfsmannastefnu á vegum Vestmannaeyjabæjar sem gerir ráð fyrir því að jafnrétti sé gætt í hvívetna, og leggur bæjarstjórn áherslu á að starfsmannastefnan verði tilbúin hið fyrsta. Það er til hagsbóta fyrir alla að jafnrétti náist sem fyrst og allir þurfa að leggja sitt lóð á vogarskálarnar.

Páley Borgþórsdóttir

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Jóhanna Reynisdóttir

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Ályktun var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

2. Mál. Breytingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 782/2006.

- Síðari umræða –

Svohljóðandi bókun barst frá minnihluta:

Fulltrúar Vestmannaeyjalistans samþykkja framlagðar breytingar á samþykktum um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp með þeim fyrirvara að breytingarnar verði

endurskoðaðar ef álagið verður of mikið á fjölskylduráð og/eða skólamálaráð

Kristín Jóhannsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja umrædda breytingu á bæjarmálasamþykktinni til góðs. Stjórnskipulag bæjarins verður straumlínulagaðra, stjórnsýslan skilvirkari og verkaskipting verður jafnari á milli framkvæmdastjóra. Meirihlutinn bendir á að það er á valdi bæjarstjórnar hverju sinni að breyta bæjarmálasamþykkt og hefur hún heimild til þess hvenær sem er. Því er bæjarstjórn í lófa lagið að endurskoða breytingar á bæjarmálasamþykkt gangi þær ekki upp af einhverjum ástæðum. Mikilvægt er jafnan að allar breytingar á bæjarmálasamþykkt séu unnar í góðu samstarfi meiri- og minnihluta og hefur svo verið í þetta skipti.

Páley Borgþórsdóttir

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Jóhanna Kristín Reynisdóttir

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum, sem og að vísa breytingunum til staðfestingar samgönguráðuneytisins. Fulltrúar V-listans samþykktu tillöguna með vísun í bókun hér að framan.

3. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2848 frá 12. júní sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og umræðu

Tillaga:

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fagnar fyrirsjáanlegum samgöngubótum við

Vestmannaeyjar og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að áætlun hefjist 1. júlí 2010

Páley Borgþórsdóttir

Guðríður Ásta Halldórsdóttir

Jóhanna Reynisdóttir

Margrét Rós Ingólfsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir

Aldís Gunnarsdóttir

Guðrún Erlingsdóttir

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum

Liður 3 lá fyrir til staðfestingar og umræðu

Liðir 1 - 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 6 liggur fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 195 frá 12. júní sl.

Liðir 1, 2, 4, 5 og 7 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3 og 6 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 22 frá 18. júní sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.20

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Guðríður Ásta Halldórsdóttir (sign.)

Margrét Rós Ingólfsdóttir (sign.)

Jóhanna Reynisdóttir (sign.)

Rut Haraldsdóttir (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

Guðrún Erlingsdóttir(sign.)


Jafnlaunavottun Learncove