Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1405

05.06.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1405. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 5. júní 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar fjármálastjóra, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Leitað var afbrigða til að taka fundargerð menningar- og tómstundaráðs frá 4. júní sl. á dagskrá.

Var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum og verður fundargerðin tekin fyrir sem mál 1. n. hér síðar á fundinum

1. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2844 frá 14. maí sl.

Liðir 1-6 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 7-9 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2845 frá 22. maí sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

c. Fundargerð bæjarráðs nr. 2846 frá 27. maí sl.

Liðir 1-4 og 6-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar. Svohljóðandi bókun barst:

“ Bókun meirihluta bæjarstjórnar:

Bæjarráð veitir ekki skemmtanaleyfi heldur sýslumaður og er bæjarráð einungis umsagnaraðili í slíkum málum meðal annarra aðila. Í lögum um skemmtanahald er skýrt kveðið á um hlutverk sveitarstjórnar og í 10. gr. laganna segir að sveitarstjórnir skuli staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar séu innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Bæjarráð skiptir sér ekki af þeim lagaheimildum sem sýslumaður hefur til að veita skemmtanaleyfi enda er sú ákvörðun á hans ábyrgð.

Eini ágreiningurinn um Höllina í dag lítur að hljóðmengun frá húsinu og er hlutverk heilbrigðisnefndar að veita umsögn um þann þátt en ekki bæjarins. Fyrir liggur bréf frá eigendum Hallarinnar sem sent var umhverfisráðuneyti 19. maí sl. Samkvæmt bréfinu liggur fyrir framkvæmdaáætlun sem miðar að því að minnka hljóðmengun niður fyrir tilskilin mörk. Áætlað er að framkvæmdirnar verði boðnar út í þessum mánuði og ljúki í september nk.

Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að unnið skuli að endurbótum á Höllinni sem munu vonandi verða til þess að deilum um Höllina ljúki enda húsið mikilvægt menningarstarfi Vestmannaeyinga.”

Liðurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá.

Liðir 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

d. Fundargerð bæjarráðs nr. 2847 frá 30. maí sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Aðrar nefndir og ráð

 1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 53 frá 14. maí sl.

Liðir 1 og 3-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 2 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 82 frá 14. maí sl.

Liðir 1-12 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 194 frá 20. maí sl.

Liðir 1-2 og 4-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 21. frá 21. maí sl.

Liðir 1-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 46 frá 23. maí sl.

Liðir 1 og 4-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 3 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis-og skipulagsráðs nr. 83. frá 28. maí sl.

Liðir 1-21 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 20. maí sl.

Liður 2 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 3 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 2. júní sl.

Liður 1 lá fyrir til staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 3 lágu fyrir til kynningar

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 47 frá 2. júní sl.

Liðir 2-5,7,9-11 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,6 og 8 lágu fyrir til kynningar

n. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 54 frá 4. júní sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Breytingar á samþykkt um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 782/2006.

- Fyrri umræða –

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að vísa breytingunum til síðari umræðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja.

3. mál. Nefndarkjör:

a. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja, 2 aðalmenn og 2 til vara:

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Aðalmenn: Arnar Sigurmundsson og Ragnar Óskarsson

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Varamenn: Elliði Vignisson og Stefán Óskar Jónasson

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

b. Náttúrustofa Suðurlands, breytingar: 1 aðalmaður og 1 varamaður:

Fram komu eftirfarandi tilnefningar:

Aðalmaður: Rut Haraldsdóttir í stað Sigurhönnu Friðþórsdóttur

Varamaður: Sigurhanna Friðþórsdóttir í stað Arnars Sigurmundssonar.

Þessar tilnefningar voru samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.10

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Arnar Sigurmundsson (sign)

Kristín Jóhannsdóttir (sign)

Aldís Gunnarsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)