Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1404

09.05.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1404. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja föstudaginn 9. maí 2008

kl. 18.00 í fundarherbergi Hitaveitu Suðurnesja.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2843 frá 2. maí sl.

Liðir 1-2 og 4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 5 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 6 og 7 liggja fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 81 frá 30. apríl sl.

Liðir 1-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda-og hafnarráðs nr. 45 frá 30. apríl sl.

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 20 frá 7. maí sl.

Liðir 1-6 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Suðurlands frá 6. maí sl.

Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð almannavarnanefndar frá 22. apríl sl.

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2007

- SEINNI UMRÆÐA –

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2007:
Heildartekjur kr. 2.203.296.000
Óvenjulegar tekjur (Söluhagnaður HS) 3.126.885.000
Heildargjöld kr. 2.283.732.000
Afskriftir kr. 26.447.000
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 3.020.002.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 6.709.239.000
Eigið fé ( jákvætt) kr. 3.144.936.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 255.548.302
Heildargjöld kr. 242.212.717
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -27.904.142
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.156.016.515
Eigið fé (jákvætt) kr. 575.273.187
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2007:
Heildartekjur kr. 73.972.078
Heildargjöld kr. 129.059.694
Rekstrarniðurstaða (- tap) kr. -55.087.616
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 290.262.363
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -870.074.142
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 43.167.120
Heildargjöld kr. 25.346.281
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 17.820.839
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 237.194.049
Eigið fé (jákvætt) kr. 83.463.208
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2007:
Heildartekjur kr. 252.259.757
Heildargjöld kr. 240.324.814
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 11.934.943
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 129.970.301
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -65.927.129
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 72.516.496
Heildargjöld kr. 61.455.261
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 11.061.235
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 125.606.299
Eigið fé (jákvætt) kr. 85.845.525
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2007:
Heildartekjur kr. 18.705.000
Heildargjöld kr. 18.783.380
Rekstrarniðurstaða (-tap) kr. -78.380
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.948.643
Eigið fé (jákvætt) kr. 12.948.643
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2007:
Heildartekjur kr. 89.717.420
Heildargjöld kr. 83.014.592
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 6.702.828
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 71.226.443

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2007 var samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 19.02

Elliði Vignisson (sign).

Guðlaugur Friðþórsson (sign).

Gunnlaugur Grettisson (sign).

Kristín Jóhannsdóttir (sign).

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign).

Páll Marvin Jónsson (sign).


Jafnlaunavottun Learncove