Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1403

02.05.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1403. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja föstudaginn 2. maí 2008

kl. 18.00 í fundarherbergi Hitaveitu Suðurnesja.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Mál. Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2007

- FYRRI UMRÆÐA –

Elliði Vignisson bæjarstjóri hafði framsögu um ársreikningana og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra.

Forseti bæjarstjórnar las upp niðurstöðutölur úr ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans.

a) Ársreikningur sjóða í A-hluta 2007:
Heildartekjur kr. 2.203.296.000
Óvenjulegar tekjur (Söluhagnaður HS) 3.126.885.000
Heildargjöld kr. 2.283.732.000
Afskriftir kr. 26.447.000
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 3.020.002.000
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 6.709.239.000
Eigið fé ( jákvætt) kr. 3.144.936.000
b) Ársreikningur Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 255.548.302
Heildargjöld kr. 242.212.717
Rekstrarniðurstaða ( - tap) kr. -27.904.142
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 1.156.016.515
Eigið fé (jákvætt) kr. 575.273.187
c) Ársreikningur Félagslegra íbúða 2007:
Heildartekjur kr. 73.972.078
Heildargjöld kr. 129.059.694
Rekstrarniðurstaða (- tap) kr. -55.087.616
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 290.262.363
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -870.074.142
d) Ársreikningur Fráveitu Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 43.167.120
Heildargjöld kr. 25.346.281
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 17.820.839
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 237.194.049
Eigið fé (jákvætt) kr. 83.463.208
e) Ársreikningur Dvalarheimilisins Hraunbúða 2007:
Heildartekjur kr. 252.259.757
Heildargjöld kr. 240.324.814
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 11.934.943
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 129.970.301
Eigið fé ( - neikvætt) kr. -65.927.129
f) Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja 2007:
Heildartekjur kr. 72.516.496
Heildargjöld kr. 61.455.261
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 11.061.235
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 125.606.299
Eigið fé (jákvætt) kr. 85.845.525
g) Ársreikningur Náttúrustofu Suðurlands 2007:
Heildartekjur kr. 18.705.000
Heildargjöld kr. 18.783.380
Rekstrarniðurstaða (-tap) kr. -78.380
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. 12.948.643
Eigið fé (jákvætt) kr. 12.948.643
h) Ársreikningur Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar 2007:
Heildartekjur kr. 89.717.420
Heildargjöld kr. 83.014.592
Rekstrarniðurstaða (+hagnaður) kr. 6.702.828
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris kr. 71.226.443

Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2. mál. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2009-2011

- SÍÐARI UMRÆÐA –

Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar fór yfir helstu forsendur fyrir þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2009-2011 og var ákveðið að gera ráð fyrir fjármagni til endurbóta á skólalóðum Grunnskóla Vestmannaeyja.

Áætlunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið kl. 18.35

Elliði Vignisson (sign).

Guðlaugur Friðþórsson (sign).

Gunnlaugur Grettisson (sign).

Kristín Jóhannsdóttir (sign).

Páley Borgþórsdóttir (sign).

Páll Scheving Ingvarsson (sign).

Páll Marvin Jónsson (sign).