Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1402

19.04.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1402. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja laugardaginn 19. apríl 2008

kl. 16.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2840 frá 18. mars sl.

Liðir 1- 4 og 6 -7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhjóða atkvæðum.

Liður 5 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með fjórum atkvæðum, Páll Scheving, Guðlaugur Friðþórsson og Stefán Jónasson tóku undir bókun fulltrúa minnihluta í bæjarráði og greiddu atkvæðu á móti.

Liðir 8 og 9 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2841 frá 1. apríl sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-4 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2842 frá 15. apríl sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4, 5 og 10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2, 3, 6-9 og 11 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

 1. Fundargerð almannavarnarnefndar frá 13. mars sl.

Liðir 1 og 3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2 og 4 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 42 frá 14. mars sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 79 frá 2. apríl sl.

Liðir 1-10 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum.

Elliði Vignisson fjarverandi.

 1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 193 frá 8. apríl sl.

Liður 1, 2, 4 og 5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sex atkvæðum. Elliði Vignisson fjarverandi.

Liður 3 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 43 frá 8. apríl sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 19 frá 9. apríl sl.

Liðir 1-3, 6 og 8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4, 5 og 7 lágu fyrir til kynningar.

Elliði Vignisson vék af fundi kl. 17.58 eftir framsögu um þriggja ára áætlun og í hans stað kom Arnar Sigurmundsson.

 1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 52 frá 10. apríl sl.

Liðir 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2, 5, 6, 8 og 12-14 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 3, 4, 7 og 9-11 lágu fyrir til kynningar.

 1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 80 frá 16. apríl sl.

Liðir 1-10 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

 1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 44 frá 17. apríl sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Kosning í ráð og nefndir.

Almannavarnanefnd.

Fulltrúi Vestmannaeyjabæjar Frosti Gíslason sem verið hefur stjórnarmaður í nefndinni lætur af störfum og í hans stað kemur Ólafur Snorrason nýráðinn framkvæmdastjóri umhverfis-og framkvæmdasviðs.

Var þessi breyting samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2009-2011

- FYRRI UMRÆÐA –

Elliði Vignisson bæjarstjóri lagði fram greinagerð og hafði framsögu um þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árin 2009 til 2011 og gerði grein fyrir helstu þáttum hennar. Að því loknu var gengið til atkvæða um áætlunina.

Samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að vísa þriggja ára áætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árin 2009 til 2011 til síðari umræðu.

Fundi slitið kl. 18.24

Arnar Sigurmundsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)

Stefán Jónasson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)