Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1401

13.03.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1401. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 13. mars 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 78 frá 12. mars sl. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá:

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2839 frá 4. mars 2008.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,3,4 og 6-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 5 og 9-12 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 192 frá 21. febrúar sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 77 frá 21. febrúar sl.

Liðir 1-9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 51 frá 25. febrúar sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,3 og 5-13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 40 frá 28. febrúar sl.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 og 5-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 18 frá 5. mars sl.

Liður 3 lá fyrir umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-6 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 78 frá 12. mars sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Umræða um væntanlegt frumvarp til laga um Landeyjahöfn.

3. mál. Ráðning framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að ráða Ólaf Þór Snorrason iðnrekstrarfræðing sem framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

Fundi slitið kl. 19.25

Elliði Vignisson (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)


Jafnlaunavottun Learncove