Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1401

13.03.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1401. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 13. mars 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka inn fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 78 frá 12. mars sl. og var það samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Dagskrá:

2. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2839 frá 4. mars 2008.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,3,4 og 6-8 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 5 og 9-12 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 192 frá 21. febrúar sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 77 frá 21. febrúar sl.

Liðir 1-9 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 51 frá 25. febrúar sl.

Liður 2 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1,3 og 5-13 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 4 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 40 frá 28. febrúar sl.

Liður 4 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1-3 og 5-6 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 18 frá 5. mars sl.

Liður 3 lá fyrir umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 4-6 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 78 frá 12. mars sl.

Liðir 1-7 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Umræða um væntanlegt frumvarp til laga um Landeyjahöfn.

3. mál. Ráðning framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að ráða Ólaf Þór Snorrason iðnrekstrarfræðing sem framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar.

Fundi slitið kl. 19.25

Elliði Vignisson (sign.)

Aldís Gunnarsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Guðlaugur Friðþórsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)