Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1399

17.01.2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1399. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 17. janúar 2008

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Rutar Haraldsdóttur, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

Bæjarráð

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 2836 frá 15. janúar 2008.

Liðir 1-7 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 8-10 lágu fyrir til kynningar.

Aðrar nefndir og ráð

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 36 frá 27. desember sl.

Liðir 1-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs nr. 74 frá 9. janúar sl.

Liðir 1-17 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 37 frá 11. janúar sl.

Liðir 2-5 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

Liður 1 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 191 frá 15. janúar sl.

Liður 1 lá fyrir til umræðu og staðfestingar og var hann samþykktur með sjö samhljóða atkvæðum.

Liðir 2-3 lágu fyrir til staðfestingar og voru þeir samþykktir með sjö samhljóða atkvæðum.

2. mál. Kosningar í ráð, nefndir og stjórnir:

Menningar- og tómstundaráð.

Egill Arngrímsson sem verið hefur varamaður í ráðinu verður aðalmaður í stað Margrétar Rósar Ingólfsdóttur.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir verður varamaður í stað Egils Arngrímssonar.

Umhverfis- og skipulagsráð.

Kristín Jóhannsdóttir verður varaformaður ráðsins.

Margrét Rós Ingólfsdóttir verður varamaður í stað Einars Steingrímssonar.

Skólamálaráð.

Páll Scheving Ingvarsson verður varaformaður í stað Hjartar Kristjánssonar sem fer í 18 mánaða leyfi.

Þessar breytingar voru samþykktar með sjö samhljóða atkvæðum.

3. mál. Umræða um fyrirhugað knattspyrnuhús og útivistarsvæði við íþróttamiðstöðina.

4. mál.

Vegna anna á öðrum vettvangi og í samræmi við 34. grein sveitarstjórnarlaga óskaði Hjörtur Kristjánsson eftir tímabundinni lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi næstu 18 mánuði frá 1. febrúar n.k. að telja.

Var erindið samþykkt með sex atkvæðum, Hjörtur Kristjánsson sat hjá.

Elliði Vignisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fundi slitið kl. 18. 52

Elliði Vignisson (sign.)

Kristín Jóhannsdóttir (sign.)

Gunnlaugur Grettisson (sign.)

Hjörtur Kristjánsson (sign.)

Páley Borgþórsdóttir (sign.)

Páll Scheving Ingvarsson (sign.)

Páll Marvin Jónsson (sign.)