Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundur nr. 1398

27.12.2007

Bæjarstjórn Vestmannaeyja

1398. fundur

Bæjarstjórnarfundur

Fundur var haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja fimmtudaginn 27. desember 2007

kl. 18.00 í sal Listaskólans við Vesturveg.

Forseti bæjarstjórnar, Gunnlaugur Grettisson stýrði fundi.

Neðangreindir bæjarfulltrúar sátu fundinn auk Páls Einarssonar, sem ritaði fundargerð.

Fyrir var tekið:

1. mál. Fundargerðir ráða, nefnda og stjórna:

  1. Fundargerð skólamálaráðs nr. 190 frá 18. desember sl.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum en fjárhagslegum liðum var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.

Liður 3 lá fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð fjölskylduráðs nr. 14. frá 19. desember sl.

Liðir 3-8 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum en fjárhagslegum liðum var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.

Liðir 1 og 2 lágu fyrir til kynningar.

  1. Fundargerð menningar- og tómstundaráðs nr. 49 frá 20. desember sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum en fjárhagslegum liðum var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.

  1. Fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs nr. 35 í frá 21. desember sl.

Liðir 1-5 lágu fyrir til umræðu og staðfestingar og voru þeir samþykktir með 7 samhljóða atkvæðum en fjárhagslegum liðum var vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.

2. mál. Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2008

- S Í Ð A R I U M R Æ Ð A -

Elliði Vignisson bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á fjárhagsáætluninni milli fyrri og seinni umræðu.

Var nú gengið til atkvæða:

Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja: 2008
Tekjur alls kr. 1.801.378.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 1.848.370.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 366.258.000
Veltufé frá rekstri kr. 491.669.000
Fjárfesting kr. 130.000.000
Afborganir langtímalána kr. 104.000.000
Handbært fé í árslok kr. 3.573.174.000
Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs: 2008
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, tap kr. 59.238.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 6.996.000
Rekstrarniðurstaða Sorpeyðingarstöðvar, tap kr. 9.547.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða, tap kr. 27.913.000
Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, tap kr. 3.898.000
Rekstrarniðurstaða Hraunbúða, tap kr. 2.088.000
Veltufé frá rekstri kr. 80.949.000
Afborganir langtímalána kr. 119.000.000
Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja : 2008
Tekjur alls kr. 2.428.146.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 2.511.897.000
Fjármagnsliðir, nettó kr. 367.250.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 283.498.000
Veltufé frá rekstri kr. 572.618.000
Fjárfesting kr. 191.000.000
Afborganir langtímalána kr. 223.000.000
Handbært fé í árslok kr. 3.573.174.000

Voru þessar niðurstöður samþykktar með 7

samhljóða atkvæðum.

Hjörtur Kristjánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Fleira ekki bókað. Fundi slitið kl. 19.15

Gunnlaugur Grettisson (sign)

Elliði Vignisson (sign)

Páley Borgþórsdóttir (sign)

Páll Marvin Jónsson (sign)

Páll Scheving Ingvarsson (sign)

Guðlaugur Friðþórsson (sign)